8.3.2009 | 19:20
Rétt ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar - vonum seinna
Ég held að fáum geti komið á óvart að Ingibjörg Sólrún dragi sig i hlé, raunar er illskiljanlegt að hún hafi ætlað sér að halda áfram sem formaður Samfylkingarinnar og að bjóða sig fram til þingsetu.
Það gerði hún þó fyrir u.þ.b. viku síðan.
En stjórnmálamanni sem lýsir því yfir í sjónvarpsviðtali (sem ég hef reyndar ekki séð, en séð vitnað til) að heilsa leyfi ekki að hún stjórni bifreið og að hún eigi í vandræðum með jafnvægisskyn, er auðvitað hollast að hugsa um heilsuna en ekki að stýra stjórnmálaflokki, einbeita sér að því að ná aftur fyrri styrk, en ekki að hugsa um þingsetu.
Í þeirri baráttu óska ég henni góðs gengis, þó ég hefði ekki gert hið sama í komandi kosningum.
En það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig baráttan um formannssætið í Samfylkingunni lýkur. Það er nokkuð merkilegt að þeir tveir einstaklingar sem fyrst koma upp í hugann, Jóhanna Sigurðurdóttir og Össur Skarphéðinsson, hafa bæði lýst yfir því að þeir stefni ekki á framboð.
Auðvitað yrði Jóhanna "klöppuð upp" ef hún byði sig fram, engin ætti möguleika gegn henni, en ef hún stendur við þá ákvörðun að sitja hjá opnar það minni spámönnum möguleika.
Mér þykir ólíklegt að Dagur B. Eggertsson sitji hjá í þeim slag - varla verður Jón Baldvin sjálfkjörin, nema að hann hætti við framboð, nú þegar Ingibjörg hefur dregið sig í hlé.
En það verða því allir stjórnmálaflokkar með nýjan formann í næstu kosningum, nema Vinstri græn og Frjálslyndi flokkurinn.
Þetta eru spennandi tímar.
Ingibjörg Sólrún hættir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:23 | Facebook
Athugasemdir
Hún má eiga það að hún æxlaði ábyrgð.
Ómar F (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 20:53
Hvenær stjórnmálamaður axlar ábyrgð og hvenær gerir hann það ekki? Um það má vissulega deila.
Bæði Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde yfirgefa stjórnmálin, en bæð gera það vegna heilsubrests. Hvorugt þeirra axlar ábyrgð á þann máta að segja að þau geri það vegna einhvers tiltekins atburðar.
Björgin Sigurðsson sagði af sér þegar nokkrir klukkutímar lifðu af stjórnarsamstarfinu.
Svo er það líka sjónarmið (sem á við í mörgum tilfellum) að ábyrgð fellst ekki nauðsynlega í því að hlaupa frá þeim verkefnum sem blasa við, þó að þau kunni að einhverju leyti að vera vegna atburða sem gerðust á þinni "vakt".
En ég held að Ingibjörg hafi gert rétt með því að hætta nú, enda er þingmennska og formennska í stjórnmálaflokk starf sem krefst fullrar heilsu að mínu mati. Þess vegna skyldi ég ekki að hún ætlaði að halda áfram, sérstaklega eftir að hún gaf það upp að hún hefði skert jafnvægiskyn og réði t.d. ekki við það að keyra bifreið.
En líklega lætur Samfylkingin betur að stjórn en flestar bifreiðar, eða hvað?
G. Tómas Gunnarsson, 8.3.2009 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.