Umhverfisráðherra bíður afhroð

Ég held að af þeim prófkjörum og forvölum sem haldin voru um helgina hafi Vinstri grænum í Reykjavík líklega tekist hvað best upp við að stilla upp sterkum listum.

Menntamálaráðherra fær afar góða kosningu, en það sama verður ekki sagt um starfsystur hennar í umhverfisráðuneytinu.  Ég held að það sé ekki hægt að kalla það annað en "rassskell" hjá sitjandi ráðherra að enda þriðja sæti á framboðslista, eða 6. sæti í forvalinu í heild.

En þeir sem gjarna tala um Sjálfstæðisflokkinn sem sérstakt "ættarveldi", ætti að finnast blog Árna Snævarrs í dag fróðleg lesning.


mbl.is Lokatölur komnar hjá VG í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Alveg ótrúlegt hvað Árni þekkir sögu alls þessa fólks!

En reyndar verður að segjast að það er útaffyrir sig bylting hjá VG að Lilja Mósesdóttir skuli komast svona ofarlega. Og Kolbrún kolfalla.

Byltingar í íslenskri pólitík verða vart stærri en þetta. Vegna þess að íslensk pólitík er auðvitað svo hreinræktuð hagsmunagæslubarátta og á ekkert skylt við hugsjónir og stjórnmálastefnu.

Fjórflokkarnir eru bara gamalgróin hagsmunabandalög með marga, marga meðlimi.

Kristján G. Arngrímsson, 8.3.2009 kl. 21:13

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er nú ekkert nýtt að Íslendingar séu fróðir um ættir og uppruna hvers annars.

En ég er sammála því að úrslitin hjá VG er nokkur bylting.  Líklega þarf að leita nokkuð langt aftur til þess að sjá svipaða útreið hjá sitjandi ráðherra og "Kolféll" fékk.

Lilja kemur á óvart og kemur gríðarsterk inn.

Hins vegar er ef til vill ekkert undarlegt þó að pólítísk störf erfist, frekar en mörg önnur störf og þegar vel er skoðað eru líklega býsna margir Íslenskir stjórnmálamenn af "pólítísku kyni", en það er sömueiðis langt frá því að vera bundið við Ísland.

G. Tómas Gunnarsson, 9.3.2009 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband