Siv stendur alltaf keik - En Framsóknarfólk "valdi vitlaust" og því þarf að endurraða

Það virðist nokk sama hver er sendur á móti Siv, hún stendur alltaf keik eftir - sem sigurvegari.  Hún mun næsta víst skila sér á þing eina ferðina enn, þó að vissulega eigi ég von á því að Framsóknarflokksins bíði all nokkuð fylgistap fram að kosningum.

En enn og aftur kemur það í ljós að kynjakvóti er óþarfi og til óþurftar.  Hvað er nú að því að konur skipi 5. efstu sætin?  Ég reikna með að þátttakendur í prókjörinu hafi kosið þá sem þeir töldu frambærilegasta.

En með reglum hefur Framsóknarflokkurinn komið í veg fyrir að þeir bjóði fram sinn sterkasta lista.  Flokkurinn hefur ákveði að hafa vit fyrir flokksmönnum sínum - líklega vegna þess að þeir vita ekki hvað þeir voru að gera.

 


mbl.is Siv efst í SV-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband