6.3.2009 | 13:15
Sigur fjórflokksins
Ef aðeins ætti að nefna einn sigurvegar í þessari könnun, þá væri það "fjórflokkurinn". Af einstökum meðlimum hans er þetta auðvitað sigur Vinstri grænna.
"Litli flokkurinn" sem var stofnaður af "óánægjuöflunum" sem vildu ekki ganga í Samfylkinguna orðinn jafnstór og hún. Ég spái þó að í sundur dragi með flokkunum þegar nær dregur kosningum og fylgi VG minnki.
En þetta er athygliverð könnun, Sjálfstæðisflokkurinn er aftur orðinn stærstur, en þó er ekkert í þessari könnun sem bendir til annars en vinstristjórnar. Þessi könnun segir að um yrði að ræða tveggja flokka stjórn VG og Samfylkingar, en ég spái því að Framsókn þurfi til.
Það hefur mikið verið talað um að núverandi stjórnarflokkar hafi meirihluta, en síðasta ríkisstjórn hefur reyndar mun ríflegri meirihluta (sem hún hafði þó ekki síðustu starfsvikur sínar).
En það verður fróðlegt að fylgjast með fylgisbreytingum sem verða á næstu vikum. Eins og er stefnir allt í stórsigur "fjórflokksins" sem einn kæmi mönnum á þing, ef marka má kannanir.
P.S. Nú þegar er farið að tala um nýja könnun, þar sem Samfylkingin er stærst, þannig að það virðast vera spennandi tímar.
Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.