Borgarahreyfing ósamkvæm sjálfri sér

Ég tók smá syrpu á því að hlusta á Kastljósþætti undanfarinna daga, hef haft lítinn tíma fyrr en nú.

Í einum þeirra (að ég held frá miðvikudegi) mátti heyra viðtal við forsvarsmann hinnar nýstofnuðu Borgarhreyfingar.

Þar heyrði ég að það væri skoðun Borgarahreyfingarinnar að nauðsynlegt væri að fara í aðildarviðræður við "Sambandið" og leggja síðan niðurstöðuna fyrir þjóðaratkvæði.  Talsmaður hreyfingarinnar sagði eitthvað á þá leið að hann hefði aldrei hafnað samningi án þess að sjá hann.

Stuttu síðar mátti heyra í sama viðtali að Borgarahreyfingin gæti hugsað sér samstarf við alla stjórnmálaflokka á Íslandi nema Sjálfstæðisflokkinn.  Talsmaðurinn sagði það ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki það sem Borgarahreyfingin vildi.

Þar þarf engar samningaviðræður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Borgarahreyfingin er bara afleggjari af Samfylkingunni og líklegast meirihluti þeirra, sem þar standa eru fyrrverandi eða jafnvel flokksbundnir Samfylkingarmenn. Þetta veit ég fyrir víst. Þetta framboð er því kafbátur byggður utanum algerlega ótímabæra kröfu og með önnur stefnumarkmið sem eru alger kópía af gunnmarkmiðum SF.

Hvernig getu flokkur, sem telur sig þverpólitískann, kallað sig borgarahreyfingu með svo þvingaðri afstöðu í lykilmáli sem þessu. Og ekki síst, ef til kemur: Hvar ætla þeir að taka þá 140 milljarða, sem bara myntbreytingin kostar. Gylfi Magnússon hefur útlistað þetta afar skýrt í fyrirlestri. Rogoff hefur sagt þetta sjálfsmorð. Hvað eru menn að pæla þarna?

Ég geld mikilli varúð við þessu framboði.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2009 kl. 04:31

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Borgarahreyfing en Samfylkingin og má hreinlega sem viðleitni til valdaráns með blekkingum. Fer ekki ofan af því.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2009 kl. 04:33

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Verð svo að hrósa þér fyrir hve frábært auga þú hefur sem ljósmyndari. Þetta eru hrei meistaraverk þarna á Flickr.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2009 kl. 04:40

4 Smámynd: Einhver Ágúst

Enda segir maðurinn(Baldvin hetir hann gott að læra nöfn ef maður vill sýna öðrum virðingu Tómas minn) að hann hafi aldrei hafnað samningi án þess að líta á hann, samningurinn sem maður fær hjá Sjálfstæðisflokknum er gríðarlega staðlaður og þess vegna segist hann ekki þurfa að lesa hann. Enda hefur flokkurinn sýnt sig að ganga óhemju langt í valdagræðgi sinni og spillingu, sbr. að nota sér veikt fólk og framsóknarmenn til að ná eða halda völdum.

Auk þess er ekki boðið uppá dónaskapinn að ganga óbundinn til kosninga.

Svo eru þeir með flokkskjal sem ekki þýðir neitt og er í engu samræmi við framkvæmdir og svo ekki sé talað um auglýsingaherferðir og markaðssetningu. Það er það sem Baldvin er að segja, sökum spillingar og vanrækslu(í besta falli) er Sjálfsstæðisflokkurinn ekki stjórntækur og hefur gríðarlega gott af að eyða smá tíma á hliðarlínunni.

Stétt með stétt? Kanntu annann? hahaha

Lifið heil í hinum bezta heimi allra heima og góða helgi...

Einhver Ágúst, 6.3.2009 kl. 08:17

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Voðalegir útúrsnúningar eru þetta...Og Jón Steinar; Borgarahreyfingin er EKKI afleggjari Samfylkingar!! Hvernig dettur þér í hug að segja svona vitleysu!

Að leggja til jafns samningaumleitanir við Evrópusambandið og stjórnarsamning við Sjálfstæðisflokkinn er eins  og epli og appelsínur! Við vitum öll að hverju við göngum hjá Sjálfstæðisflokknum.....enda komin með langa (og slæma) reynslu af því.
Evrópusambandið er stórt mál og ákvörðun um það á auðvitað að vera í höndum þjóðarinnar. En til þess að þjóðin geti gert upp hug sinn þarf að vera eitthvað til að byggja ákvörðunina á.

Heiða B. Heiðars, 6.3.2009 kl. 08:43

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Bestu þakkir fyrir innleggin og góð orð í minn garð.

Það er einfaldlega ekki oft sem ég sé talað svona í sitt hvora áttina í viðtali sem tekur örfáar mínútur.

Persónulega sé ég ekkert að því að ganga óbundin til kosninga, láta reyna á það hvað næst fram.  Það er heldur ekkert að því að útiloka það að hafa samstarf við einhvern flokk, það verður hver flokkur að gera upp við sig.  Ekkert út á það að setja.

Það er heldur ekkert að því að hafna því að Ísland gangi í "Sambandið" án þess að til þess þurfi aðildarviðræður.  Það er ekkert flókið að mynda sér skoðun á "Sambandinu" án þess að Íslendingar fari í viðræður til að sjá "hvað þeir fengju".

G. Tómas Gunnarsson, 6.3.2009 kl. 12:43

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

En ég get tekið undir það með Jóni Steinari, að það sem ég hef séð til Borgarahreyfingarinnar, hrífur mig ekki.

G. Tómas Gunnarsson, 6.3.2009 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband