Gott plott að koma fram í dagsljósið?

Það virðist flest benda til þess að Samfylkingarfólk muni kjósa á milli tveggja para á næsta landsfundi. 

Annars vegar Ingibjargar Sólrúnar og Dags B. og hinsvegar á milli þeirra fyrrum samstarfsfélaga úr utanríkisráðuneytinu, Jóns Baldvins og Árna Páls.

Ég tel lítinn vafa leika á um hver niðurstaðan verður.

Einhverra hluta fæ ég það líka sterkt á tilfinninguna að Ingibjörg Sólrún verði ekki formaður fram að þar næsta landsfundi, heldur standi hún upp og afhendi varaformanninum keflið.  Þannig kæmi Dagur til landsfundar sem formaður árið 2011 og því erfiðara en ella að bjóða sig fram gegn honum.  Formannstöðunni hefði þannig verið komið til hans án þess að hann þyrfti að fara í gegnum kosningar.

Það er freystandi að líta á ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar um að  bjóða sig áfram fram til formanns í þessi ljósi.  Stuðningshópur þeirra Ingibjargar og Dags, hefur einfaldlega metið stöðuna svo að ekki væri vogandi að Dagur legði í formannslag nú, þar sem alls óvíst væri að hann hefði sigur - ekki einu sinni gegn Jóni Baldvini.

Þetta eru spennandi tímar.

 


mbl.is Dagur í varaformanninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi "leikfléta Ingibjargar" var augljós og gefur hugsanlega innsýn í "sjúkann leiðtoga" í víðasta skilningi þess orðs!  Alveg hárrétt hjá þér, Ingibjörg ætlar að stíga niður, en HÚN vil að DAGUR taki við sem formaður, og með þvi að gera hann varaformann þá tekst þessi "viðbjóðslega leikfléta þeirra".  Nú skulum við gefa okkur að Dagur sé "góður karakter" - vingjarnlegur & blíður, vel liðinn, sérstaklega innan forystu flokksins.  Af hverju á hann að fá einhverja "sér flýtimeðferð" í æðstu embætti flokksins nú?  Mér finnst Ingibjörg sýna fólki eins og Árna Páll, Steinnun Valdís, Helga Hjörval og Jóhann Hafsteinn vissan hroka.  Steinnun Valdís stóð sig VEL sem borgarstjóri, Dagur BRÁST sem borgarstjóri.  Ég skil ekki þessa "hundalogik" sem fámenn klíka Ingibjargar stendur fyrir.  Mjög "sorglegt" ef stuðningsmenn Samfylkingarinnar láta þetta yfir sig ganga!  En ég er sammála öllu sem kemur frá þér hér að ofan G. Tómas - samfylkingin er orðin svo "vön lýðskrumi" þetta höfðar því vel til þeirra kjósenda.  Sem "jafnaðarmaður" skammast maður sýn niður í tær í tengslum við "leiksýningar þær sem Ingibjörg & hennar stuðningsmenn standa fyrir".  Í leikhúsi fáranleikans fékk Ingibjörg fall einkunn, en það stöðvar hana ekki í að troða upp aftur með nýtt leikrit.. .

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 17:28

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Hvað er svona viðbjóðslegt við það.  Og hvernig getur Jakob sagt að Dagur hafi brugðist.  Mér líst virkilega vel á Dag og reyndar Árna Pál líka.

Eina sem ég kviði er að Íslendingar gleymi hverjir eru orsakavaldar að kreppunni, en það eru Sjálsstæðismenn og Framsóknar.  ´því flokkarnir sem slíkir geta aldrei orðið sekir.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 1.3.2009 kl. 18:50

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Persónulega myndi ég líklega taka undir með Jakobi þess efnis að bæði Dagur og Árni Páll eru líklega með ofmetnustu stjórnmálamönnum á Íslandi, en það er önnur saga.

Þetta plott er ekkert "viðbjóðslegra" heldur en ýmis önnur sem sést hafa frá Samfylkingunni.  Flokkurinn sá enda gjarna talinn meistari "hannaðra atburðarása", svo notað sé annað og nýtískulegra orðalag.

G. Tómas Gunnarsson, 2.3.2009 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband