24.2.2009 | 18:48
Hefur viðskiptaráðherra betri yfirsýn yfir verslunarmarkaðinn en stjórnarformaður Samkeppniseftirlitsins?
Ég held að margir muni fagna þessum skoðunum viðskiptaráðherra. Aukin samkeppni er alltaf af hinu góða fyrir neytendur. Það hefur líka að margra mati verið skortur á virkri og heilbrigðri samkeppni milli verslana á Íslandi.
En það ætti einnig að vekja eftirtekt að hér talar stjórnarformaður Samkeppniseftirlitsins frá 2005 (ég man það ekki alveg, en er hann ekki einungis í leyfir frá þeim störfum). En margir sem ég hef heyrt í eru einmitt þeirrar skoðunar á samkeppni hafi hrakað mikið á þeim árum. Æ fleiri fyrirtæki hafi einmitt safnast á færri hendur án þess að Samkeppniseftirlitið hafi haft sig nægilega í frammi.
En því ber að fagna ef samkeppni eykst og þó fyrr hefði verið.
Óeðlileg samkeppni í verslun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.