20.2.2009 | 23:19
Mishá verðbólga á sama myntsvæði
Það er útbreiddur misskilningur að á myntsvæði sé alltaf sama verðbólga. Þess vegna heyrast gjarna þau rök að ef Íslendingar tækju upp annan gjaldmiðil, þá færðist verðbólga á Íslandi í sama horf og á myntsvæðinu.
Ekkert er fjær sannleikanum.
Þannig er málum t.d. háttað hér í Kanada, að í fylkjum og borgum er mismunandi verðbólga, hún er mæld og nýjustu niðurstöðurnar má lesa á vef Globe and Mail í dag.
Þannig er ástandið í Kanada frá því að verðhjöðnum ríkir í New Brunswick upp á hálft %, en verðbólga í Nunavut er 3.3%. Það munar sem sé hátt í 4% á milli verðbólgu í einstökum fylkjum.
Þó hafa þessi svæði sömu ríkisstjórn, sama seðlabanka, sama gjaldmiðil og að sjálfsögðu full og tollalaus viðskipti sín á milli, enda í sama landinu. Rétt er þó að hafa í huga að sjálfsögðu eru mismunandi fylkisstjórnir.
Þegar mismunandi ríkisstjórnir á sama myntsvæði, hafa mismunandi markmið og mismunandi aðferðir til að ná þeim, er auðveldlega hægt að hugsa sér að munurinn sé meiri.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þessi munur er einnig hér á landi. Besta og augljósasta dæmið er verðmunur á bensíni, matvöru og verðmæti fasteigna.
Auk þess breytist kaupmáttur launa ólíkt.
Eru menn ekki að rugla því saman að á evrusvæðinu eru vextir almennt lægri. Þeir geta meira að segja verið ólíkir þar.
Aðalatriðið sem gerir Evruna eftirsóknarverða eru stöðugleikinn, lægri vextir og lægri verðbólga
Það er ekki lengur hægt að segja að fljótandi króna, sjálfstæður gjaldmiðill, sé kostur því því með honum tækjum við á okkur áföll með minni kaupmætti í stað atvinnuleysis. Nú er sannleikurinn með fljótandi gengi sá að nú höfum við orðið fyrir bæði gífurlegri kjaraskerðingu og atvinnuleysi.
Lúðvík Júlíusson, 21.2.2009 kl. 12:37
Reyndar verður langtíma verðbólg fyrir víst nokkurn vegin sú sama á öllu myntsvæðinu þó svo hún geti til skemmri tíma litið tekið kipp á einu svæði eða einu sviði fyrr en annarsstaðar eða sveiflast meira til á einu svæði bæði upp og niður en á öðru.
Það þarf ekki að leita lengra en að verðlag getur breyst misjafnlega á Vetfjörðum og Reykjavík á þröngu tímabili en sé litið til langs tíma (10 ár) er hverfandi lítill munur á verðbólgu milli svæða á sama myntsvæði.
Helgi Jóhann Hauksson, 21.2.2009 kl. 17:17
Það er nú svo að þau rök að verðbólga verði eins og á hjá þeim þjóðum sem nota þá mynt sem menn vilja að Íslendingar taki upp, hafa verið nokkuð fyrirferðarmikil rök í umræðunni.
Ef ríki eru með sama gjaldmiðil, lúta sömu efnahagsstjórn (sem hefur eitthvað að segja) og búa við svipuð skilyrði eru nokkuð miklar líkur á því að svipuð verðbólga verði.
En það eru ýmis dæmi um að verðbólga haldist nokkuð hærri á einum stað innan myntsvæðis um lengri tíma.
Á Íslandi hefur þetta svo sannarlega gerst, en eftir því sem mér skilst þá vegur húsnæðisverð mun meira í Íslensku vísitölunni en víðast hvar annarsstaðar, og eykur það líkurnar á mismuni, sem og gerir samanburð við aðrar þjóðir ómarkvissan.
G. Tómas Gunnarsson, 21.2.2009 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.