16.2.2009 | 23:10
Fyrirsjáanleg ringulreið?
Þeir eru býsna margir sem hafa haft orð á því að nú ættu þingmenn að slíðra orðasverðin og axirnar og standa saman sem einn maður og vinna að endurreisn Íslensks samfélags.
Svo rammt hefur kveðið að þessarri umræðu að hún hefur jafnvel borist inn í sali Alþingis.
En auðvitað var þessi ringulreið og þetta orðaskak fyrirsjáanlegt. Það var einmitt þess vegna sem margir vöruðu við því að kosningar yrðu haldnar í vor, hvað þá strax eins og krafa margra hljóðaði upp á.
Það var einmitt til að koma í veg fyrir þetta orðaskak að tillögur um þjóðstjórn komu fram, að allir flokkar ættu aðild að ríkisstjórn og störfuðu saman til heilla fyrir þjóðina.
Hverjir voru það sem lögðust harðast gegn slíkum þjóðstjórnarhugmyndum, hverjir voru það sem heimtuðu kosningar eins fljótt og koma mætti þeim við?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.