5.2.2009 | 03:33
Skyldi bankinn líka taka Útflutningsverðlaun forsetans?
Það er vandséð hvernig Baugur getur risið upp eftir þetta, bankinn hefur einfaldlega misst þolinmæðina og ákveður að leysa til sín eignirnar.
Það verður ekki hlustað á neitt "I have a cunning plan".
Ég get ekki séð annað en að þetta sé það eina í stöðunni, skuldareigendur taki yfir eignir og reyni að koma þeim í ásættanlegt verð. Ekki er ólíklegt að skuldareigendur taki sig saman um að eiga þær og reka í einhvern tíma til að hámarka það verð sem hugsanlegt er að fá.
En skyldi bankinn taka Útflutningsverðlaun Forsetans sem Baugur hlaut svo eftirminnilega í fyrra, eða skyldi Jón Ásgeir fá að halda styttunni - svona sem minjagrip um glæstari tíma og góðan farþega?
Glitnir gjaldfellir lán Baugs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
erum við ekki skuldareigendur í öllum bönkunu?
Hvað með aðrar Eignir? Björgólfur - (báðir) KB félagar Sigurður og Heiðar -hvað er á bakvið hlutafjárkaup þeirra - kaupréttarsamningana - er ekkert sem stendur á bakvið þetta alt Varla er Jón Ásgeir einn um að vera með einhver veð á bakvið lántökurnar. Hvað með lán sem standast ekki skoðun um veðsetningar? Eru stjórnendur gömlu bankanna ekkert ábyrgir fyrir slíku?
Ólafur I Hrólfsson
Ólafur Ingi Hrólfsson, 5.2.2009 kl. 06:13
Fyrir hvaða útflutning fékk Baugur útflutningsverðlaun forsetans? Fyrir að flytja út peninga? - eða fyrir að flytja forsetann út til útlanda í einkaþotu Baugs?
Ingólfur Fr. Þórðarson (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 11:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.