1.2.2009 | 00:16
Vetrarríki
Það hefur verið nokkur snarpur vetur hér í Toronto það sem af er. Drjúgt af frosti og mikið af snjó. Mörg handtökin við snjómokstur og tilfallandi.
En blessuð börnin kunna að meta snjóinn, kvarta þó undan því hve lélegt byggingarefni hann er, en ekki hefur nema einu sinni verið hægt að "rúlla" snjóinn eins og Foringinn kallar það, og þá aðeins dagspart. Alla aðra daga hefur verið of kalt til að hægt væri að ráðast í byggingar. Byggingariðnaðurinn hér að Bjórá er því jafn frosinn og annarsstaðar.
En það skiptir litlu máli þó að það blási smá snjó, í kerrunni er öruggt athvarf og gott að halla sér.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Ljósmyndun | Breytt s.d. kl. 00:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.