Aftursætisbílstjórinn lætur til sín taka

Það er öllum ljóst að örlög ríkisstjórnar Samfylkingar og VG er og verður alltaf í höndum Framsóknarflokks.  Það hefði öllum átt að vera ljóst frá upphafi.

Það er sömuleiðis ljóst að slíkur stuðningur getur aldrei verið alfarið óskilyrtur.  Það er að segja að Framsóknarflokkurinn mun varla styðja aðgerðir sem þeim eru alfarið á móti skapi, eða þeir telja horfa til verri vegar fyrir þjóðarhag eða stríðir á móti lögum eða stjórnarskrá.

Ég hef auðvitað ekki lesið drög að væntanlegum stjórnarsáttmála, en það sem hefur verið birt í fjölmiðlum (án þess að geta sagt til um hvort að það sé allt rétt), þá hefur það margt virkað tvímælis og sumt hreinlega barnalegt.

En það verður að segja eins og er að væntanleg stjórn byrjar ekki vel, samstarf þessarra þriggja flokka (því Framsóknarmenn eru í raun aðilar að samkomulaginu) fer stirðlega af stað og það hefur tekið ótrúlega langan tíma að koma sér saman um hvað eigi að gera, sérstaklega þegar horft er til þess að þessarri stjórn er aðeins ætlað að sitja í u.þ.b. 3. mánuði.

En það er reyndar skondið að lesa skrif margra Samfylkingar og VG manna, en margir þeirra virðast aðeins telja það formsatriði að þessi stjórn sitji áfram eftir kosningar.  VG menn virðast telja það einsýnt að þá verði Steingrímur J. forsætisráðherra (mér skilst að hann hafi orðað það í viðtali við Klassekampen) en Samfylkingarmenn sjá fyrir sér að þá komi Ingibjörg Sólrún og taki við stjórnartaumunum.

En enn hefur þeim ekki tekist að koma ríkisstjórn á koppinn.

 


mbl.is Ósætti um aðgerðirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er það sama og ríkisstjórn Anders Fogh Rasmussen hefur lent í þann tíma sem hún hefur setið við völd.  Dansk Folkeparti hefur alltaf verið meiriháttar afl í því stjórnarsamstarfi, þrátt fyrir að vera ekki í stjórn, í skjóli þess að sá flokkur ver ríkisstjórn Venstre og Konservative.  Nær allt sem fer í gegnum stjórn er háð samþykkir DF.

Tomas (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 13:59

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er heldur ekki óeðlilegt að stuðningsaðilar hafi einhver áhrif.  Það verður sömuleiðis að líta til þess að stjórninni dugar ekki að Framsóknarflokkur sitji hjá, hlutleysi dugar ekki.  Framsóknarflokkurinn verður að greiða atkvæði með stjórninni svo að meirihluti myndist á Alþingi.

Það er ekki víst að allir hafi gert sér grein fyrir því.

G. Tómas Gunnarsson, 31.1.2009 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband