29.1.2009 | 14:19
Blaðafulltrúi komandi ríkisstjórnar?
Það vakti mér hálfgerðan hlátur þegar ég sá þessa frétt. Hún er frá Reuters, en vitnað er í henni í viðtal sem BBC átti við forseta Íslands.
Í fréttinni segir m.a.:
Iceland's president said in a BBC interview on Tuesday that a change in central bank leadership was one of the "pillars" of a new political platform that is being forged following the collapse of a ruling coalition.
Speculation that central bank chief David Oddsson will lose his job has intensified in the wake of the political upheaval. Oddsson, an ally of the outgoing prime minister, is a chief target of protesters' anger.
Forseti Íslands er sem sagt farinn að segja frá stefnuatriðum verðandi ríkisstjórnar í erlendum fjölmiðlum og ég get betur skilið í fréttinni en að hann vitni til þeirra samtala sem hann hafi átt við stjórnmálaleiðtogana.
Fyrirtaks blaðafulltrúi sem stjórnin hefur myndu sumir segja.
Mér kemur frekar ákveðið Stuðmannalag í hug.
Næstu skref í stjórnarmyndun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:24 | Facebook
Athugasemdir
Ef rétt er haft eftir þá er þetta ótrúleg frétt.
Dögg Pálsdóttir, 29.1.2009 kl. 15:11
Auðvitað getur verið um misskilning að ræða, enda hafa menn um allan heim verið að misskilja forsetann á undanförnum dögum.
En enn hefur ekki komið fram nein fréttatilkynning, eða frétt um misskilningin að þessu sinni, alla vegna ekki svo að ég hafi séð.
G. Tómas Gunnarsson, 29.1.2009 kl. 16:45
Það er mikilvægt hlutverk allra lýðræðislega valinna þjóðhöfðingja heims að svara fyrri þjóð sína útá við. Sumastaðar eru utanríkismál megin hlutverk þeirra annarstaðar aðeins eitt verkefna þeirra en alltaf mikilvægt.
Þetta er náttúrlega sérlega mikilvægt hlutverk þegar mikið gengur hér á á sama tíma og engin ríkisstjórn situr með traust þings að baki.
Sú lenska að tálga niður skilning á hlutverki og valdi þjóðhöfðingjans hér á rætur í koungsvaldinu sem fengið var að arf en ekki frá „skrílnum“. Í hundrað ár höfðu menn tálgað niður skilning á hlutverki konungs skv eineggja tvíburastjórnarskrám Noregs og íslands því það var í þágu lýðræðishugmynda að gera það að tala erfðavaldið niður og skrílavaldið upp.
17. júní 1944 breyttist þetta á einni nóttu þegar lítil orðlagsbreyting á stjórnarskránni skipti út erfðakóngi fyrir þjóðkjörinn forseta. - Eftir það er tálgun valds þjóðhöfðingans andstæð lýðræðinu og í þágu ráðherravaldsins - en vel að merkja þá eru ráðherrar ekki kjörnir sem ráðherrar af þjóðinni heldur aðeins sem þingmenn en fá ráðherravald sitt frá þessum tveimur beinu lýðræðisstoðum, þingi og forseta.
Helgi Jóhann Hauksson, 29.1.2009 kl. 17:47
Þakka þér fyrir þetta innlegg Helgi, það er ágætlega fróðlegt.
Vissulega hlýtur það að vera hlutverk forseta að tjá um fyrir hönd þjóðarinnar, en persónulega myndi ég telja að það sé annað að tjá sig fyrir hönd þjóðarinnar (þjóðarvilji er þó illfundinn) heldur en að tjá sig fyrir hönd ríkisstjórnar, eða fyrir hönd þeirra stjórnmálaflokka sem standa í stjórnarmyndunarviðræðum.
En hér gildir eins og oft áður, að sínum augum lítur hver á silfrið.
En það er nýlunda ef forseti er farinn að tala fyrir hönd ríkisstjórnar eða stjórnmálaflokka.
G. Tómas Gunnarsson, 29.1.2009 kl. 17:55
ég er að velta fyrir mér hvaða stuðmannalag þetta er.
Árni V (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 01:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.