Afsögn og lýðskrum

Ef til vill er ekki rétt að segja að afsögn Björgvins G. komi á óvart, það er heldur ekki hægt að segja að hún sé óverðskulduð.

En tímasetningin á henni ber með sér  sterkan keim af lýðskrumi, en það er heldur ekkert nýtt að sá keimur fylgi viðskiptaráðherranum.

Það hlýtur að orka tvímælis ef viðskiptaráðherra hefur fundið hjá sér sterka hvöt til þess að segja af sér og stokka upp í Fjármálaeftirlitinu, að hann hafi beðið með þær ákvarðanir þangað til örstuttu eftir að búið er að leggja fram tillögur um kosningadag.  Nú þegar jafn líklegt er og ekki að stjórnin spryngi.

Í stuttu máli þá virkar það ekki trúverðugt.

Sitji stjórnin áfram tekur það líklega nýjan viðskiptaráðherra líklega fram að kosningum að setja sig inn í málin, það sama gildir auðvitað ef skipt verður um stjórn.

Afsögn Björgvins hefð styrkt stöðu hans ef hún hefði átt sér stað á síðasta ári, núna virkar afsögnin hálf hjákátlega á mig.


mbl.is Afsögn Björgvins vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Merkilegt skynbragð á því sem á undan er gengið að hann telji stæstu mistökin hafa verið að skylyrða ekki stjórnarsamstarfið með evrópusambandsaðild. Þarna nær hann jú nýjum hæðum í lýðskrumi.

1. Það eru margfalt stærri mistök og það persónuleg mistök hans burtséð frá general mistökum.

2. Evropusambandsaðild hefði ekki í neinu forðað okkur frá hruninu, né verið okkur styrkur í dag.

3. Sjálfstæðisflokkurinn hefði aldrei fallist á stjórnarsamstarf með þeim skilyrðum. Þau voru líklegast sett fram í fyrstu drögum stjórnarsáttmálans en hafa fljótlega horfið. Persónuleg upphefð vegur alltaf sterkar hugsjónunum hjá tækifærissinnum eins og Samfylkingarelítiunni.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.1.2009 kl. 21:35

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hann fellst semsagt ekki á nein persónuleg mistök, en dregur eitthvað svona liggaliggalá upp úr hatti til að eyða þessari samviskuspurningu.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.1.2009 kl. 21:37

3 identicon

Mér finnst Björgvin G. ætti að hljóta titilinn: Lýðskrumari ársins !

Eða verstu "mistök ársins"

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 03:51

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Takk fyrir innleggin, tímasetningin er óneitanlega frábær, drengurinn náði að segja af sér degi áður en stjórnin sprakk.

En hann hafði örugglega ekki frétt af neinu ósætti í stjórninni. Hann hefur líklega ekki fengið að vera á neinum fundum þar sem deilt var.  Líklega hefur hann eingöngu fengið að vera á ríkisstjórnarfundum þegar teknar voru myndir.

G. Tómas Gunnarsson, 26.1.2009 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband