Skrýtin söguskoðun Steinunnar Valdísar

Það verður ekki á móti því mælt að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið meginstoðin við stjórnun Ísland á undanförnum árum, þau eru orðin 17. árin sem hann hefur setið samfellt í stjórn.  Ásamt Framsóknarflokki og Samfylkingu hefur stjórnað landinu.

En það er skrýtin söguskoðun hjá Steinunni Valdísi að það sé eingöngu Sjálfstæðisflokkurinn sem ber ábyrgð á því hvernig komið er.

Fyrir 19. mánuðum settist Samfylkingin í ríkisstjórn.  Eitt af þeim ráðuneytum sem kom í hennar hlut var Viðskiptaráðuneytið, sem meðal annars fer með bankamál og Fjármálaráðuneytið heyrir undir.  Við verðum að ganga út frá því að þingflokkur Samfylkingarinnar hafi skipað í það embætti þann úr þingflokknum sem mesta þekkingu hafði til að takast á við það embætti og þau störf sem því fylgja (ekki getum við reiknað með að sé farið eftir nokkru öðru en verðleikum þegar Samfylkingin velur í slík störf).

Sem stjórnarformann Fjármálaeftirlitsins skipaði Samfylkingin sömuleiðis einn af sínum bestu mönnum, en eftir því sem mér hefur skilist vann hann stóran hluta af efnahagsstefnu flokksins fyrir síðustu kosningar.

Þegar "hrunið" varð á Íslandi voru u.þ.b. 16. mánuðir sem þessir menn höfðu gegnt embættum sínum.  16. mikilvægir mánuðir. 

Hvað hafði gerst á þessum mánuðum?

Hafði verið reynt að stemma stigu við útþennslu bankanna?  Var sókn IceSave t.d. til Hollands flautuð af?  Voru gerðar einhverjar veigamiklar breytingar á lagaumhverfi Íslensks viðskiptalífs?

Staðreyndin er sú að viðskiptaráðherra Samfylkingarinnar var síðast í september að mæra útrás Íslensku bankanna á heimasíðu sinni, síðu sem hann nú telur ráðlegast að hafa í felum.

Líklegast er sá flokkur sem helst þarf á fríi að halda Samfylkingin, enda er þar hver höndin upp á móti annarri.  Líklega þurfa þó fáir meira á fríinu að halda en Steinunn Valdís, sem segist ekki styðja ríkisstjórnina, hún hafi samþykkt ályktun um stjórnarslit.  En hún segist fara eftir því sem þingflokkurinn samþykki.  Heitir það að fara eftir sannfæringu sinni eða samvisku?

Man einhver eftir því hvernig Samfylkingarmenn högðuðu sér á síðasta kjörtímabili gagnvart þingmanni Framsóknarflokksins sem vogaði sér að segja að hún "spilaði með liðinu"?


mbl.is Mikilla tíðinda að vænta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband