Hringurinn

Þessi frétt afhjúpar á miður skemmtilegan hátt hvernig vinnubrögðin virðast vera í ríkisbönkunum nýju.  Reynt virðist að fela sannleikann í lengstu lög, þræta fyrir og halda áfram að vinna áfram bakvið tjöldin.

En það er eftirfarandi klausa í fréttinni á vef RUV, sem ekki er minnst á í fréttinni hér á mbl.is, sem er hvað athygliverðust:

Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði Tryggvi milligöngu um að Hagar kæmu með tilboð í þrotabúið, og þá sat hann fund þar sem tilboð Haga var rætt, en lánsvilyrði frá Landsbankanum var forsenda þess tilboðs. Þá hefur fréttastofa heimildir fyrir því að Tryggvi hafi haft bein afskipti af sölu Skífunnar til Senu, dótturfyrirtækis 365 sem er í eigu Baugs. Hann kom á fundum milli manna, sá um að útvega gögn og aðstoðaði við tilboðsgerðina. Þá var Tryggvi viðstaddur, ásamt lögmönnum félaganna, þegar samningar voru undirritaðir, en Landsbankinn fjármagnaði kaupin fyrir 365. Hinu tilboðinu í þrotabú BT var ekki svarað formlega en skiptastjóri yfir þrotabúinu var Helgi Jóhannesson. Helgi sat um tíma í stjórn Fjárfars, sem er félag í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og var einn af verjendum í Baugsmálinu svokallaða. Þá sótti hann mál gegn Jóni Geraldi Sullenberger í Flórída fyrir hönd Jóns Ásgeirs. Hann vildi hvorki láta af hendi kauptilboðin né kaupsamninginn við Haga þegar eftir því var leitað og bar fyrir sig trúnaði við hlutaðeigandi.

Feitletranir eru blogghöfundar.

Þetta hefur líklega ekki verið flókið að ganga frá smámáli, eins og kaupum á einni verslunarkeðju, þegar saman koma menn sem eru vanir að vinna saman.

En það er ekki að efa að stjórnendur Landsbankans njóti fyllsta trausts bankaráðsins sem réði þá og að bankaráðið njóti fyllsta trausts stjórnmálamannana sem skipuðu þá.

 


mbl.is Tryggvi hafði bein afskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála.

Ótrúlega margir búnir að selja sálu sína Bónusdrengnum.

Bjorn Jonsson (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband