Fékk þennan skemmtilega hlekk í póstinum í morgun. Sé honum fylgt má lesa stutta frétt á vefsíðunni eyjan.is, síðan í desember 2007.
Vitnað er í heimasíðu viðskiptaráðherra (en þar hefur allt verið þurkað út, að virðist vera) og eftir honum haft:
Lán í erlendum myntkörfum hafa mjög svo rutt sér til rúms á skömmum tíma og nú er ríflega 12% lána hérlendis tekin í erlendum myntum. Og fer vaxandi. Fjölmyntasamfélag má með sanni segja og almenningur einfaldlega metur það gengisháhættunnar virði að taka slík lán á mun lægri vöxtum óverðtryggð. Einhverskonar evruvæðing almennings heldur áfram og hefur mjög markað þetta ár allt. Sú væðing dregur að sjálfsögðu úr vægi peningastefnu Seðlabankans þar sem æ stærri hluti hagkerfisins er í gjaldmiðlum sem vaxtastefnan nær ekki til: verðtryggð langtímalán í íslenskum krónum og erlendar myntkörfur. Þetta hefur verið hröð þróun og hefur að sjálfsögðu mikil áhrif. Spennandi verður að sjá hver þau verða á næstu misserum og mánuðum. Sérstaklega ef það gengur eftir sem verkalýðshreyfingin boðar að í kjarasamningum komandi verði sérstakur rammi sniðinn utan um laun íslenskra fyrirtækja greidd í erlendum gjaldmiðlum.
Viðskiptaráðherra fagnar ákaflega að æ stærri hluti Íslensks viðskiptalíf og fjármálakerfis njóti stýringar einhvers annars en Seðlabanka Íslands.
Sérstaka athygli hljóta eftirfarandi setningar að vekja: Sú væðing dregur að sjálfsögðu úr vægi peningastefnu Seðlabankans þar sem æ stærri hluti hagkerfisins er í gjaldmiðlum sem vaxtastefnan nær ekki til: verðtryggð langtímalán í íslenskum krónum og erlendar myntkörfur. Þetta hefur verið hröð þróun og hefur að sjálfsögðu mikil áhrif. Spennandi verður að sjá hver þau verða á næstu misserum og mánuðum.
Það voru hins vegar margir flokksbræður ráðherrans sem vildu kenna áðurnefndri peningastefnu um flestar eða allar ófarir Íslendinga.
En ekki þarf að efa að viðskiptaráðherra hefur fylgst spenntur með áhrifum sem þverrandi áhrif Seðlabanka höfðu.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.