Hagsmunir samsteypunnar

Þessi deila gefur (miður) skemmtilega innsýn í hvernig Íslenskt viðskiptalíf hefur þróast og virkað undanfarin ár.

Hér er gott dæmi um hvernig hagsmunir samsteypunnar sem á meirihluta í fyrirtækinu (51%) eru látnir vega þyngra en hagsmunir fyrirtækisins og minnihluta eigenda.

Að sjálfsögðu er það eigendum í sjálfvald sett hvernig þeir haga viðskiptum sínum ef um einkahlutafélag er að ræða, en annað gildir þegar um er að ræða hlutafélag.

Það verður fróðlegt að fylgjast með í hvaða farveg þetta mál fer, hvort að yfirvöld koma að málinu, eða hvort minnihluta leitar til dómstóla.

Miðað við söguna mætti álykta að dómstólar myndu telja þetta "bara viðskipti" en það er spurning hvort að yfirvöldum hefur aukist kjarkur til að láta til sín taka og eðlilegir viðskiptahættir séu hærra skrifaðir á þeim bænum en áður.

 


mbl.is Hlýtur að koma til skoðunar samkeppnisyfirvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband