24.12.2008 | 13:16
Jólakveðjur frá snjóalandinu
Það vantar ekki að hér í Toronto er jólalegt um að litast, jafnvel svo að sumum þykir nóg um. Upphandleggsvöðvar mínar enda í sverari kantinum þessa dagana eftir linnulítinn mokstur á heimreið og tröppum.
En þetta þýðir vissulega einhver vandræði eins og þau að fjölskyldumeðlimirnir sem var von á hingað í gærkveldi sitja föst í Boston, en vonast er að þau hafi það hingað til Toronto á milli 5 og 6 í dag.
Jólasveinarnir hafa þó komist hingað óáreittir undanfarna 13. daga og engar truflanir hafa orðið á skógjöfum þeirra, yngri fjölskyldumeðlimum til léttis og ánægju. Þau vakna enda fyrr og fyrr á morgnana til að athuga um fenginn og koma svo og sýna foreldrum sínum.
En fjölskyldan að Bjórá sendir vinum, vandamönnum og lesendum bloggsins sínar bestu jólakveðjur, við vonum að allir nær og fjær hafi það gott um jólin og áramótin.
Nú þarf er best að drífa sig út að moka.
P.S. Myndin er tekin nú 20. desember í 15°C frosti í bakgarðinum að Bjórá.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.