23.12.2008 | 18:07
Jafngildi 250 milljarða bandarískra dollara
Ég ætla ekki eða tjá mig um, eða dæma ástandið á Íslandi og hvort það er eldfimt eður ei, til þess eru líklega flestir í betri aðstöðu en ég.
En það var eitt sem vakti sérstaka athygli mína í frétt Bloomberg.
Það er neðst í fréttinni, þar sem fjallað er um Tónlistarhúsið. Þar segir að kostnaður við húsið sé ætlaður 252 milljónir dollara. Jafnframt kemur fram að miðað við þjóðarframleiðslu (og líklega margfrægan íbúafjölda) jafngildi það að ráðist sé í 250 milljarða dollara fjárfestingu í Bandaríkjunum.
Þetta er gríðarleg upphæð.
Er til áþreifanlegri staðfesting á því hve skrýtið ástandið var orðið á Íslandi og því að þáverandi stjórnvöld (ríkis og borgar) voru flutt inn í þær skýjaborgir sem byggðar höfðu verið af viðskiptalífinu.
En fiðlurnar munu líklega hljóma vel í húsinu.
Óttast að uppúr sjóði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.