18.12.2008 | 15:33
Á eftir gjaldeyrishöftum kemur.....
Það er nokkuð merkilegt að það er ekki fyrr búið að færa Íslendinga áratugi aftur í tímann með gjaldeyrishöftum, en framsóknarmenn byrja að tala um að nú sé þörf fyrir samvinnufélög.
Líklega eru þeir þess minnugir að blanda af þessu tvennu gafst þeim (en ekki að sama skapi öðrum) vel á liðinni öld.
Skyldi vera Samband þar á milli?
En ég er ekki viss um að almenningur finni þörf fyrir fleiri Samvinnutryggingar, eða fleiri Gift eignarhaldsfélög.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Spaugilegt, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.