Óeirðir og uppþot

Það er áreiðanlega mikið til í því hjá DSK að hætta sé að óeirðum og uppþotum víða um heiminn.  Þegar kreppan mun ná hámarki á næsta ári og tugir og hundruðir þúsunda verða atvinnulausir getur myndast eldfimt ástand.

Sú staðreynd að ungt fólk er mun líklegra til þess að verða atvinnulaust kemur til með að gera ástandið enn alvarlegra.

Ástandið í Grikklandi ætti að virka sem aðvörunarljós, en þar, sem víða annars staðar, hefur kreppan bitnað lang harðast á ungu fólki. Það er enda unga fólkið sem er út á götunum þar nú og ástandið gríðarlega eldfimt.

Hvernig ástandið verður á Íslandi á eftir að koma í ljós, en það er ljóst að atvinnuástandið kemur til með að ráða hvort hætta á róstum nær þangað. En eins og annars staðar er líklegast að atvinnuleysið bitni harðast á ungu fólki.

Sem betur fer er útlit fyrir að atvinnuleysi verði ekki meira á Íslandi en í mörgum öðrum löndum Evrópu, sem þó má færa rök fyrir að ekki hafi orðið fyrir áfalli af sömu stærðargráðu og Íslendingar.

Það má þakka traustu og sveigjanlegu vinnuafli og blessaðri krónunni okkar.


mbl.is Strauss-Kahn varar við þjóðfélagsróstum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband