9.12.2008 | 20:31
Leggjum niður bankamálaráðuneytið
Ég held að það hljóti að vera orðið nokkuð ljóst að best er að leggja niður bankamálaráðuneytið á Íslandi. Það væri ágætis skref til sparnaðar.
Það er ljóst að bankamálaráðherra fréttir því sem næst aldrei af neinu, honum berast hlutir ekki einu sinni til eyrna. Líklega les hann ekki fréttir, alla vegna ekki þær sem tengjast bankahruninu.
Hann er ekki boðaður á mikilvæga fundi, jafnvel þó að verið sé að ræða bankakerfið. Hann veit yfirleitt ekki af neinu.
Bankaleynd er eitt, en að vita yfirleitt ekki neitt er annað.
Björgvin vissi ekki um KPMG fyrr en í gær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:05 | Facebook
Athugasemdir
Bankaleynd = að halda hlutum leyndum fyrir bankamálaráðherra
Alltaf verið að finna nýjar merkingar á orðum.
101 (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.