30.11.2008 | 02:34
IceSave - enn og aftur
Á fimmtudaginn bloggaði ég um IceSave, og hve mér þótti umræðan um eignir Landsbankans og skuldbindingar vegna reikninganna skrýtin. Mér fannst þær tölur sem Ingibjörg Sólrún nefndi ekki ganga upp.
Það hlýtur að vanta frekari upplýsingar í þessa frétt.
Talað er um að eignir Landsbankans séu á bilinu 800 til 1200 milljarðar. Það væri vissulega gott að fram kæmi hvenær það verðmat var gert. Var það í vor, sumar, haust, eða eftir "hrun"?
IceSave skuldbindingin er sögð 625 milljarðar.
Samt er reiknað með að 140 til 160 milljarðar falli á ríkið.
Er þá reiknað með að 465 til 485 milljarðar fáist fyrir eignir sem lægra verðmat á er 800 milljarðar?
Það er engu líkara en að Ingibjörg sé að miða við ríflega 1100 milljarðar skuldbindingu. 1000 milljarða eignir, en samt þurfi að leggja til 140 til 160 milljarða.
Nú þætti mér fengur í því að fá frekari fréttir.
Sömuleiðis væri fengur í því að birt yrði hver eignastaða/skuldbindingastaða Landsbankans var á Íslandi.
Ég hef verið að bíða eftir því að sjá eitthvað frekara um þessa útreikninga og skuldbindingar í fjölmiðlum, en annað hvort sinna fjölmiðlar þessu ekki, eða ég hef misst af umfjölluninni.
Ef einhver getur bent mér á umfjöllun um þetta atriði er það vel þegið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.