29.11.2008 | 17:22
Málið gerist "stímugra"
Það er ágætt að fá þessa yfirlýsingu, en gallinn við hana er sá að hún vekur frekar upp spurningar en að svara þeim.
Að fá lista yfir "litlu" hluthafana er ágætt, svo langt sem það nær.
Stærsta spurningin hlýtur að vera vera varðandi félag sem er ekki nafngreint en á ráðandi hlut í félaginu, 32.5%. Félagið er eins og áður sagði ekki nafngreint, en sagt stofnað af Glitni, með endursölu í huga. Frekar loðið.
Er það sem sagt tilfellið að Glitnir stofnaði hlutafélag til að stofna hlutafélag til að kaupa (og væntanlega halda uppi eða hækka verðið) hlutabréf í sjálfum sér og FL Group?
Og lánar félagi sem félag í eigu Glitnis á ráðandi hlut í, risaupphæðir.
Gat einhver innan Glitnis stofnað hlutafélög í nafni Glitnis án þess að um það væri fjallað af stjórn fyrirtækisins?
Er þetta ekki eitthvert skýlausasta dæmið um stórskringileg viðskipti sem heyrst hefur?
Hvernig væri að krefja stjórnarmenn og forstjóra Glitnis um svör hvað þennan gjörning varðar. Var þetta félag stofnað með þeirri vitneskju, eða fyrir þeirra tilstuðlan?
Er það þetta félag sem Glitnir hefur stofnað, það sem Fjármálaeftirlitið hefur verið að skoða svo mánuðum skiptir, án þess að komast að niðurstöðu?
P.S. Það væri auðvitað æskilegt að nefna nafnið á hlutafélaginu sem Glitnir stofnaði, til að eiga í Stími. En Jakobi Valgeir hefur líklega ekki verið treyst fyrir slíkum upplýsingum, hann er ekki það "stór" hluthafi.
Yfirlýsing frá Stími | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Og skoðaðu svo Giftarmálið líka - ekki er það nú skárra. Það kemur sífellt betur í ljós að blessaðir auðmennirnir gengu í hlutaféð eins og þeir ættu það. Blessaðir hluthafarnir hafa verið "rændir blindir", spurning hvort þeir hafa fattað hvað gekk í rauninni á eða bara ekki þorað að segja neitt við þessa miklu auðmenn.
Kristján G. Arngrímsson, 30.11.2008 kl. 11:34
Já, þær hafa ábyggilega verið margar "matarholurnar". Ég hef eitthvað verið að lesa um Gift. Það virðist einfaldlega hafa verið áframhald á þeirri stjórnum sem var viðhöfð hjá Sambandinu (þessu Íslenska) þar sem fámenn valdaklíka Sambandsmanna/Framsóknarmanna stjórnaði því sem þeir vildu.
Í sjálfu sér ekki falleg saga, þó að upphafið hafi verið göfugt.
G. Tómas Gunnarsson, 30.11.2008 kl. 15:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.