24.11.2008 | 19:00
Sambandssinnar hopa
Ég get ekki annað en glaðst yfir því að sjá að fjöldi "Sambandssinna" skreppu saman á Íslandi. Ennþá er þó meirihluti á meðal þjóðarinnar við aðildina, ef tekið er mið af þessari skoðanakönnun. Það er vissulega miður, en ég hygg að við eigum eftir að sjá frekari breytingu í þessa sömu átt, þegar Íslendingar komast í gegnum versta áfallið og fara að skoða málið betur.
Það hefur enda ýmislegt komið fram nú undanfarið sem ætti að sýna Íslendingum hvers eðlis "Sambandið" er og hvers er að vænta.
En tvær fréttir vöktu athygli mína í dag. Fyrst er hér frétt af Vísi. Þar segir Olli Rehn, einn af kommiserum "Sambandsins" m.a.:
Íslendingar ráða yfir umtalsverðum auðlindum þrátt fyrir efnahagserfiðleikana og lýðræðishefð er sterk á Íslandi, að mati Rehn. ,,Ég hlakka því til að semja við Íslendinga um aðild að ESB."
Hin er á mbl.is, og þar er haft eftir Vilhjálmi Egilssyni, sem hefur er ég best veit verið sannfærður "Sambandssinni", en þar er haft eftir Vilhjálmi, m.a.:
Hann segir að það hafi alltaf legið fyrir að aðild að sjávarútvegsstefnu ESB yrði skref afturábak fyrir íslenskan sjávarútveg. Spurningin sé bara hversu stórt það skref yrði.
Vilhjálmur reynir síðan að draga úr sársaukanum með því að bæta við:
En að sjálfsögðu mundi sjávarútvegurinn, líkt og aðrar greinar, hafa hag af því að taka upp evru, fá efnahagslegan stöðugleika og lægri vexti. Í aðildarviðræðum myndu menn reyna að ná einhverri málamiðlun hvað sjávarútveginn varðar en það verður aldrei hægt að halda því fram að ESB-aðild yrði skref fram á við fyrir sjávarútveginn, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA.
Feitletrun í tilvitnunni hér að ofan er blogghöfundar.
Minnkandi áhugi á ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:02 | Facebook
Athugasemdir
Það hefur, að mati ESB sinna, aldrei verið rætt um aðild að sambandinu á Íslandi fyrr en kannski á síðustu vikum. Ég kannast að vísu ekki við það, og heldur ekki þeir sem rætt hafa um málið, hugleitt það og komist að niðurstöðu: ESB nei takk. Furðulegt. Um leið og fólk fer að ræða málin, skoða þau, íhuga þau, gera upp hug sinn og velta vöngum er niðurstaðan yfirleitt sú að ESB henti ekki Íslandi. Ef sambandinu er hafnað er ekki verið að ræða málin, ef skriðið er til sambandsins og sótt um aðild, þá eru við fyrst að tala saman! Hlægilegt.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 24.11.2008 kl. 22:42
Það er mikið til í þessu Sigurgeir. En það er reyndar merkilegt að sjálfur hef ég rökrætt um "Sambandsaðild" síðan u.þ.b. 1990, jafnvel heldur fyrr. En á þeim árum rökræddi ég þetta mest við félaga í Sjálfstæðisflokknum, því "Sambandsaðild" naut nokkurra vinsælda á meðal ungliða þess flokks á þeim árum, margir þeirra eru ennþá fullvissir um kosti aðildar.
En ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að hagsmunir "Sambandsins" og Íslands liggi ekki saman.
En mikil umræða hefur farið fram um þetta mál undanfarin 20 ár eða svo, en eins og þú segir, ekki með réttum formerkjum að mati "Sambandssinna".
G. Tómas Gunnarsson, 25.11.2008 kl. 02:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.