17.11.2008 | 19:29
Síðasti Framsóknarmaðurinn?
Tilfinningin sem ég fæ er að ég sé að horfa á síðasta Framsóknarmanninn ganga út í sólarlagið, fara heim í sveitina.
Það verða ekki til fleiri framsóknarmenn, ekki eins og "við þekkjum þá". "Vörumerkið" verður ennþá til, en það verður ekki eins, Guðni tekur "framsóknarmennskuna" með sér heim. Margir munu án efa telja það til góðs, aðrir fyllast eftirsjá.
En þessi fyrrum "dauðalistamaður" hættir með reisn, óvænt, því engin viðvörun kom, en með reisn. Ólíkt þeim tveim formönnum sem voru á undan honum, hættir hann á eigin forsendum, án aðstoðar "spunameistaranna" og gengur hnarreistur sinn veg.
Ég hef ekki stutt Guðna, eða pólítík hans, hef alla tíð verið henni afhuga. En ég held að reisn Guðna hafi aldrei verið meiri en í dag.
En hvert leið Framsóknarflokksins liggur er erfiðara að spá um. Einhvern veginn finnst mér þó liggja beinast við að segja að hún verði niður á við, en um slíkt er þó of snemmt að fullyrða.
En hvað skyldi vera pláss fyrir marga miðjusækna stjórnmálaflokka sem hyggja á "Sambands" aðild á Íslandi?
Guðni segir af sér þingmennsku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.11.2008 kl. 15:31 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.