Hverjir voru hvar?

Það er hálf kómískt að fylgjast með Íslenskum stjórnmálum þessa dagana, líklega væri þó tragikómískt betra orð.

Flestir ráðamenn virðast hafa verið á fjöllum en ekki fundum.  Nema auðvitað einstaka aðili sem kannast við að fundir hafi verið haldnir.  Til dæmis Ingibjörg Sólrún sem man eftir því að hafa mætt á 6. fundi þar sem ræddar voru blikur í efnahagslífinu og erfið staða bankanna.

Iðnaðarráðherra man ekki eftir því að hafa heyrt um slíka fundi enda var hann líklega önnum kafinn í herferð sinni "milljarðana heim", en eins og flestir muna var það eingöngu formsatriðið að sækja þá til Afríku og Asíu með "útrásinni".  Hugsanlega hafa þó "6. menningarnir" í Sjálfstæðisflokknum hindrað þessa glæsilegu uppbyggingu á vegum Geysir Green og Orkuveitunnar.

Það er því ekki að furða að Iðnaðarráðherra hafi kosið að snúa sér að olíuleit.  Þar eru enda svo margir milljarðar í spilinu, að afrakstur bæði "orkuútrásarinnar" og laxeldisins blikna þar í samanburði og það þó hann væri lagður saman.

Bankamálaráðherrann man heldur ekki eftir neinum fundum þar sem fjallað um erfiða stöðu bankanna.  Þar virðist hann segja sannleikann, því ef marka má heimasíðu hans (sem nú er búið að loka) var hann að skrifa lofgjörðir um bankana og "útrás" þeirra fram í september, þannig að hafi hann verið á fundinum, hefur hann alla vegna ekki hlustað eða tekið glósur.

En samkvæmt fréttinni sem fylgir hér með, er ekki ennþá komið á hreint hverjir af ráðherrunum voru á fjöllum og hverjir voru á fundinum, því svo segir í fréttinni, og takið eftir skammstöfuninni, a.m.k.:

Kristján segir að a.m.k. þrír ráðherrar, þau Geir H. Haarde forsætisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Árni Mathiesen fjármálaráðherra, hafi setið fundinn með seðlabankamönnum.

Svo má líka velta því fyrir sér hvort að það sé tilviljun að um svipað leyti voru bankamenn komnir í óðaönn við að stofna einkahlutafélög utan um hlutabréfaeign sína. 

Ef til vill hefur líka runnið upp fyrir þeim að staða bankanna væri ekki eins góð og af hafði verið látið.  En þeir, ólíkt stjórnmálamönnunum, héldu sig ekki á fjöllunum, heldur gerðu eitthvað í sínum málum.

P.S.  Mér hefur hingað til verið hulinn tilgangur Samfylkingarinnar með því að tefla fram jafn veikum varaformanni og raun ber vitni.  En nú kemur þetta sér vel fyrir Ingibjörgu.  Skynsamir menn sjá að það myndi gera illt verra að krefjast afsagnar hennar.

 


mbl.is Handrit Seðlabanka ekki skilið eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Já ég var að hugsa um það í morgun hvað þetta er að verða dapurlegt. Ekki benda á mig virðist vera þema þessara daga.

Þeir sem áður stóðu þétt saman beina nú spjótum að hver öðrum í örvæntingarfullri sjálfsvörn, sambanber ræðu Davíðs í gærmorgun. Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera að liðast í sundur, amk. virðist úti um alla eindrægni meðal helstu forystumanna hans (ég tel Davíð vera þeirra á meðal).

Spurning hvort hin ráðandi stétt á Íslandi lifir kreppuna af.

Annars er nú orðið ljóst, sýnist mér, að Davíð og Seðlabankastjórnin hverfur, sem og yfirmenn FME, í þeirri fléttu að sameina þessar stofnanir. Af hverju lá allt í einu svona á slíkri sameiningu? Jú, vegna þess að þannig er hægt að láta líta út fyrir að brotthvarf Seðlabankastjóranna og stjóranna í FME sé "eðlileg".

Halda þessir menn að einhverjir sjái ekki í gegnum þetta? Af hverju þarf þennan leikþátt?

Kristján G. Arngrímsson, 19.11.2008 kl. 15:22

2 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Svarið við spurningunni er á þá leið, að veruleikinn hérna á Íslandi er svo óþægilegur vegna smæðarinnar og beinna tenginga milli allra aðila í stjórnunarapparatinu, að það þarf að búa til leikrit sem lætur líta svo út að allt sé "eðlilegt", þ.e. felur þessi nánu og beinu tengsl milli allra.

Kristján G. Arngrímsson, 19.11.2008 kl. 15:28

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Hvers vegna lá Samfylkingunni svona ægilega á að losna við Davíð úr SÍ? Hið eiginlega svar við þeirri spurningu er að Ingibjörg þolir hann ekki. Persónuleg óvild ræður þar ferðinni, en ekkert "faglegt".

Hér í smæðinni og nándinni er allt á persónulega planinu. Því miður. Til að það sjáist ekki er búið til leikrit.

Kristján G. Arngrímsson, 19.11.2008 kl. 15:31

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Sælll Kristján, það virðist víða sem samstaðan er ekki mikil þessa dagana, miklu víðar en í Sjálfstæðisflokknum.  Lestu þessa frétt mbl.is, athugaðu orðalagið "forystu ríkisstjórnarinnar".  Hvaða einstaklingar eru í forystu ríkisstjórnarinnar?  Vissulega væri hægt að segja að það sé Geir H. Haarde, en ég hygg að margir Samfylkingarmenn kysu að segja að ríkisstjórnin hafi tvo leiðtoga, enda í flestu ekki óeðlilegt þegar tveir flokkar starfa saman.

En smæð Íslands getur verið kostur, en hún getur líka vissulega verið gallli eins og þú bendir á.  Enda má segja að flestir séu tengdir ef grannt er skoðað, jafnvel á fleiri en einn máta.  Þannig má gera flest og flesta tortryggilega ef vilji er fyrir hendi.  Stundum á það rétt á sér, stundum ekki.

En leikritið hefur lengi verið leikið.  Rétt eins og þegar einhver víkur af fundi í 10. mínútur, á meðan mál honum skylt eða tengt er tekið fyrir.  Rétt eins og allir trúi því að atkvæðagreiðslan ráðist inni á fundunum.  En allir taka þetta auðvitað gilt, enda unnið eftir "nýjustu" reglum og ströngum siðferðiskröfum.  En hins vegar verður að taka ákvarðanir, og hætt við að erfitt væri að ákveða eitt né neitt ef allir eru meira og minna vanhæfir.

En það er rétt að persónulega planið ræður stundum ríkjum.  En þó að ég búi í 100 sinnum mannfleira ríki heldur en Ísland er, er  breytingin ekki svo mikil, en vissulega tekst minna eftir tengingunum, fjöldin felur það að miklu leyti.

G. Tómas Gunnarsson, 19.11.2008 kl. 18:02

5 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Jú biddu fyrir þér, hún Ingibjörg blessunin fór sérstaklega með fríðu föruneyti til útlanda fyrir ekki löngu til að halda PR fundi fyrir íslensku bankana eftir að danskir fjölmiðlar höfðu sagt að allt væri í kaldakoli í íslenska bankakerfinu.

Ingibjörg breyttist þá í cheerleader fyrir útrásarliðið. Nú skellir hún skuldinni á Davíð til að hylma yfir sinn eigin þátt í hörmungunum.

Menn eru í því núna, hver með sínum hætti, að þyrla upp moldviðri í til að fela sjálfan sig. Í því ljósi má skilja þessa frétt um Össur.

Merkilegt, það er eins og allir séu búnir að gleyma því að eftir alltsaman voru það jú stjórnendur bankanna sem fóru með þá í þrot.

Er að verða þegjandi samkomulag um að Davíð verði the fall guy?

Kristján G. Arngrímsson, 19.11.2008 kl. 22:18

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég er nú ekki að halda því fram að Ingibjörg hafi verið meiri "útrásarmanneskja" en hver annar.  En það vakna óneitanlega upp margar spurningar þegar það hefur komið í ljós að hún virðist hafa haldið fundum leyndum fyrir bankamálaráðherranum, situr í ríkisstjórn fyrir hennar atbeina (í það minnsta að forminu til).  Það verður enn skrýtnara þegar það er haft í huga að Jón Sigurðsson (stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins og varaformaður bankaráðs Seðlabankans) skrifaði lærða skýrslu fyrir Samfylkinguna fyrir síðustu kosningar, sem varaði á ýmsan máta við stöðunni í efnahagsmálum.

Þetta plagg átti eftir því sem ég skyldi að verða grunnur að efnahagsstefnu Samfylkingarinnar.

Hann er verðlaunaður með ágætis stöðuveitingum, en ekkert gert með það sem hann sagði, jafnvel þó að Seðlabankastjórn virðist sömuleiðis vera með varnaðarorð.  Meira að segja Jón sjálfur virðist ekki gera of mikið með eigin viðvaranir.

En aftur að Ingibjörgu, hún virðist ekki hafa hlustað á Jón Sig, hún virðist ekki hafa tekið mark á Davíð, hún virðist ekki hafa treyst Björgvini G., eða Össuri Skarp (sem þó hefur fengið það hlutverk að vera staðgengill hennar þegar hún hefur forfallast).

Ef til vill hefur hún tekið of mikið mark á bankastjórunum, sérstaklega úr Kaupþingi og Glitni.  Því ef marka má yfirlýsingar hennar í gegnum tíðina vissi hún að þeir voru ekki í "liðinu", betri meðmæli er líklega ekki hægt að fá í hennar huga.

G. Tómas Gunnarsson, 20.11.2008 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband