Kæri(r) Jón

Ég er alveg sammála lögmanni Jóns Ásgeirs, að viðskiptanefnd Alþingis er komin á hálan ís, þegar hún er að fara fram á upplýsingar um hverjum bankar hafi lánað eða ekki.  Sú skoðun kom skírt fram í síðasta bloggi mínu.

Reyndar geta lýðskrumarar eins og Ágúst Ólafur skotið sér á bakvið þá hártogun að það geti ekki varðað við lög að spyrja spurninga.  Það verða bankastjórarnir sem brjóta lögin ef þeir svara spurningunni.

Það má hins vegar velta því fyrir sér, hvert alþingismenn stefna í lýðskruminu, ef þeir eru að hvetja bankastjóra (í raun embættismenn ríkisins nú um stundir) til að brjóta lög.  Lög sem Alþingi hefur sett.

Er lýðskrumararnir þá ekki komnir í frekar skringilega stöðu.

Það er líka holt fyrir almenning að velta því fyrir sér hver er tilgangur lýðskrumara með því að spyrja spurninga sem þeir vita að ekki er hægt að svara án þess að brjóta lög?

Hins vegar þurfa nefndarmenn varla að óttast kærur, enda njóta þeir friðhelgi sem alþingismenn.

Það gera bankastjórar hins vegar ekki.

Íslenskir stjórnmálamenn skipuðu bankaráð til að stjórna bönkunum, bankastjórar starfa í umboði bankaráðanna.  Þar ætti aðkomu stjórnmálamanna að bönkunum að ljúka.

Það á ekki að skipta neinu, hvaða álit menn kunna að hafa á Jóni eða viðskiptum hans, ef engin grunur leikur á lögbrotum, þá á hann og hans fyrirtæki sama rétt og aðrir hvað varðar bankaleynd og trúnað.

Ef grunur leikur á að eitthvað ólöglegt hafi verið í spilunum, er það ekki viðskiptanefndar að taka á því máli.

 


mbl.is Fallið verði frá kröfu um upplýsingagjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alþingi er komið á "hálan ís" þegar það er farið að leita upplýsinga um hverjir lánuðu hverjum í bankakerfinu. Gallinn er sá að það er ekki bara Alþinigi sem er komið út á ísinn. Þeir sem halda að lög og reglur haldi fullu gildi þegar þjóðfélag fer úr böndum hafa sofið í sögutímum í skóla. Þess verður ekki langt að bíða að lýðurinn stormar inn í bankana og tekur bókhaldið!

Það má kalla alþingismenn lýðskrumara en það hefur lítinn sannfæringarkraft þegar óreiðumenn og líklegir þjófar hafa sett landið allt og fólkið í því persónulega í gjaldþrot. Ef Jón Ásgeir og hans líkir halda að gömlu trikksin séu í fullu gildi og hægt sé að skýla ódæðunum bak við lög og reglur, sem þeir sjálfir hafa sennilega brotið og svínað á á alla mögulega hætti, þá taka þeir meiri sjéns en þeir tóku í sínum fjárglæfrum.

Jón Ásgeir og stjórnvöld sitja núna á púðurtunnu. Davíð Oddson má vel minnast brandara síns þegar hann varaði við því að "dufla við tundrið."

Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 06:03

2 identicon

Ríkið á þessa banka. Því ætti að vera í lófa lagið að setja reglur, í ljósi þess ástands sem nú ríkir, þess eðlis að fé ríkisbanka sé ekki veitt í yfirtökur á fyrirtækjum nema málið hafi verið athugað fyrst.

Það er kominn tími til að þessir óreglumenn verði stöðvaðir.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 09:20

3 Smámynd: Hagbarður

Ég er sammála þér með lýðskrum stjórnmálamanna. Ég held að flestir séu búnir að fá upp í kok á vanmætti þeirra stjórnmálamanna sem við höfum kosið yfir okkur og ótrúlega lélegri stjórnsýslu sem hér hefur þrifist.

Mér er slétt sama um Jón Ásgeir og hvað hann er að sýsla. Skiptir mig engu þó að hann hafi hugsað sér þetta lán til að kaupa tyggjó eða eitthvað annað. Vona bara að honum gangi vel í sínum "business". Ef stjórnmálamennirnir hafa sjálfir trú á að regluverkið sem þeir eru að setja komi í veg fyrir samþjöppun á fjölmiðlamarkaði að þá er það "fatalt" að vera að skipta sér af lánveitingum ríkisbankanna. Ótrúlegt dómgreindarleysi. Það er sóðaleg aðgerð og ekki kjörnum fulltrúa sæmandi. En kannski er þetta sýnin sem þeir hafa á "Nýja Íslandi", pólititískar lánveitingar og kvótar á fjármagn m.t.t. flokksskírteina.

Hagbarður, 13.11.2008 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband