Genginn Bjarni

Þá hefur Bjarni Harðarson gengið af þingi.  Ég verð að viðurkenna að það kom mér nokkuð á óvart. 

Það er rétt að það komi fram að ég hef ekki verið stuðningsmaður Bjarna, né framsóknarflokksins og að því leyti er mér málið lítið skylt.

Ég ætla ekki heldur að verja bréfasendingar Bjarna, þær voru rætnar og ekki gerðar af góðum hug.

En það stangast ekki á við þjóðarhagsmuni að ráðast gegn Valgerði Sverrisdóttur.  Sumir myndu jafnvel ganga svo langt að segja að það þjónaði þeim, en slíkt er alltaf álitamál og deiluefni.  Sínum augum lítur hver á silfrið.  Því get ég ekki séð að Bjarni hafi haft ríka ástæðu til þess að segja af sér þingmennsku vegna innanhússátaka í Framsóknarflokknum. 

En auðvitað er afsögn Bjarna virðingarverð, hann axlar skinn sín og heldur heim á leið.

Það er reyndar athyglivert hve ákaflega Samfylkingarmenn fagna mistökum Bjarna og að mér sýnist nú afsögn hans, þessi uppákoma styrkir óneitanlega þann arm Framsóknarflokksins sem vill falast eftir "Sambands" aðild og getur því í framtíðinni breytt landslagi Íslenskra stjórnmála.

Ekki í fyrsta sinn og líklega ekki það síðasta sem "enter" takkinn er áhrifavaldur.

P.S.  Auðvitað er þetta ekkert einsdæmi og ekki mesta "dirty trixið" sem heyrst hefur um í Íslenskum stjórnmálum, en á meðan það er ekki opinbert, er það allt í lagi, eða er það ekki?

 


mbl.is Bjarni segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bjarni er maður dagsins að mínu mati en Valgerður er það ekki, nú er hún búin að skála með útrásarvíkingum og hvað ? Kennir öðrum um sín mistök, held að þessi kona ætti að ganga menntaveginn og hætta í pólitík það er lágmarkskrafa að fólkið á þingi sé allavega með stúdentspróf

Guðrún (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 16:14

2 identicon

Maður með glæsta pólitíska framtíð að baki.

Það verður aftur prófkjör og þá er séns  á  endurkomu.

Það er hefð fyrir því á Suðurlandi.

 
 
(Auðvitað á Valgerður að axla sín skinn og fara í sveitina og fleiri með) 

101 (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband