Þetta er bara órökstutt bull: Bjargbrúnarkenning seðlabankastjóra slegin af

Einn af hörðustu gagnrýnendum seðlabankastjóra, Seðlabankans og peningamálastefnunar hefur verið hagfræðingurinn Guðmundur Ólafsson.  Hann hefur verið óþreytandi í gagnrýni sinni og hefur oft ekki vandað seðlabankastjórum kveðjurnar.

En í dag er ég leit á síðu Björns Bjarnasonar rakst ég á umfjöllun um athyglivert viðtal við Guðmund á vefsíðu DV fyrir u.þ.b. ári síðan, þar segir:

Guðmundur Ólafsson hagfræðingur segir ekki sjá betur en að bandaríski hagfræðingurinn Arthur B Laffer hafi í fyrirlestri hér á landi fyrir helgina slegið af kenningu Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra um að þjóðin væri á bjargbrúninni vega skuldasöfnunar fyrirtækja og einstaklinga erlendis. "Þetta er bara órökstutt bull. Það veit enginn almennilega hvað við er átt með að þenslan sé of mikil og að hagkerfið geti ofhitnað. Laffer blés af bjargbrúnarkenningu Davíðs Oddsonar seðlabankastjóra heyrðist mér. Hún felst í því að bankastjórinn hefur miklar áhyggjur af skuldasöfnun almennings og fyrirtækja í útlöndum og að við séum komin að mörkum þess sem þjóðfélagið þolir í þeim efnum. Það var í fyrsta skipti í veraldarsögunni sem seðlabankastjóri kvartaði yfir því um daginn að almenningur keypti leikföng," segir Guðmundur. Nánar er rætt við Guðmund um þetta í nýju viðtali hér á vefsíðu dv.is.

Tengillinn sem vísar á viðtalið virkar ekki og virðist sem viðtalið sé ekki lengur á vefnum hjá DV, það er óneitanlega skaði, en ef einhver hefur tengil á viðtalið væri vissulega fengur að þeim tengli.

Björn birtir glefsur úr viðtalinu á vef sínum.

P.S. Eins og sjá má í athugsemdum, er kominn tengill á viðtalið við Guðmund, það má lesa hér, bestu þakkir til Sveins hins unga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 20:43

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Bestu þakkir fyrir það.

G. Tómas Gunnarsson, 9.11.2008 kl. 20:50

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Kærar þakkir fyrir þetta. Slæmt til þess að vita að einn helsti álitsgjafi opinnar samfélagsumræðu er að kaffæra sín fyrri ummæli með nýjum og altækum úrskurði úr annari átt. Og helst það uppi að mæta þar sjálfum sér óáreittur af öðrum hávaða en sígildri tónlist frá Rússlandi.

Þessi aðferð er orðin pólitísk þjóðarsýki á Íslandi.

En segir ekki Sigurður G. Tómasson?: "Þetta sögðum við allan tímann Guðmundur!"

Árni Gunnarsson, 9.11.2008 kl. 23:18

4 Smámynd: Katrín

kærar þakkir fyrir þessar upplýsingar.  það er nefnilega málið að alltof margir tala í hringi og þá ekki einungis stjórnmálamenn

Katrín, 10.11.2008 kl. 12:52

5 identicon

ég hef nú gaman af Guðmundi, en mikið déskoti var gott hjá þér að grafa þetta upp.

sandkassi (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 14:00

6 identicon

ÚR DV 17. nóvember 2007

Guðmundur Ólafsson hagfræðingur segir ekki sjá betur en að bandaríski hagfræðingurinn Arthur B Laffer hafi í fyrirlestri hér á landi fyrir helgina slegið af kenningu Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra um að þjóðin væri á bjargbrúninni vega skuldasöfnunar fyrirtækja og einstaklinga erlendis. "Þetta er bara órökstutt bull. Það veit enginn almennilega hvað við er átt með að þenslan sé of mikil og að hagkerfið geti ofhitnað. Laffer blés af bjargbrúnarkenningu Davíðs Oddsonar seðlabankastjóra heyrðist mér. Hún felst í því að bankastjórinn hefur miklar áhyggjur af skuldasöfnun almennings og fyrirtækja í útlöndum og að við séum komin að mörkum þess sem þjóðfélagið þolir í þeim efnum. Það var í fyrsta skipti í veraldarsögunni sem seðlabankastjóri kvartaði yfir því um daginn að almenningur keypti leikföng," segir Guðmundur. http://www.dv.is/frettir/2007/11/17/bjargbrunarkenning-sedlabankastjora-slegin-af/

Hver fer hringi um sjálfan sig. Móti því í dag sem var gott í gær. Ætli fleiri hagfræðingar séu svona.

Held það sé betra að fá einhveja með snefil af skynsemi en doktora í hagfræðum til að koma okkur út úr þessu.

Ekki fleir álit frá svon mönnum, takk.

101 (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband