Að flytja til Kanada

Ég hef fengið nokkra tölvupósta í vikunni þar sem ég er beðinn um að gefa fólki upplýsingar um hvernig best sé að bera sig að við að flytja til Kanada, hvernig hægt sé að skoða fasteignir hér á netinu o.s.frv.  Allt eru þetta póstar frá Íslendingum sem ég þekki ekki neitt, en hafa áhuga á því að yfirgefa heimalandið.  Eftir því sem ég kemst næst, er ég ekki sá eini, fleiri Íslendingar, konsúlar jafnt sem "óbreyttir" hafa fengið pósta þar sem lýst er áhuga á því að flytja til Kanada.

Því miður hef ég ekki miklar upplýsingar að gefa.  Ég veit þó að það er býsna flókið og erfitt mál að fá dvalar og atvinnuleyfi hér í Kanada.  En aðstæður eru líka verulega mismunandi eftir fylkjum hér.  Eina fylkið sem er ennþá í einhverri þenslu atvinnulega séð, er Alberta.  Hin fylkin eiga flest hver í mismiklum erfiðleikum. 

En það er engin ástæða til að gefast upp og sjálfsagt að halda áfram að kynna sér málin ef raunverulegur áhugi er fyrir hendi.

Fyrst myndi ég vilja benda Íslendingum á Kanadíska sendiráðið, sem er á Túngötunni að mig minnir, en heimasíðu þess má finna hérHér er síðan síða frá hinu opinbera um hvernig er staðið að innflytjendamálum hér í Kanada.

Síðan Living in Canada, er síðan hafsjór af alls kyns fróðleik, fyrir þá sem vilja skoða fasteignir er þessi vefur algerlega ómissandi og einhver stærsti vinnumiðlunarvefurinn er www.monster.ca

En eins og áður sagði er ekki einfalt mál að fá atvinnu og dvalarleyfi hér í Kanada, ferlið er bæði flókið og langdregið.  Mér er sagt að það hjálpi gríðarlega ef menn hafa vilyrði um vinnu hér og vinnuveitandinn er reiðubúinn að veita astoð. 

En rökréttast er líklega að byrja í sendiráðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband