Eistland - Fleiri nýir Rússar en nýir Eistlendingar

Eistlendingar eru farnir að hafa dulitlar áhyggjur af því hve illa þeim gengur að fá íbúa landsins af Rússneskum uppruna til að gerast Eistlendingar.  Þeir virðast frekar vilja verða Rússneskir ríkisborgarar.

Þannig hafa á síðastliðnum 12. mánuðum, u.þ.b. 1600 íbúar Eistlands fengið Eistneskan ríkisborgararétt, á meðan 3700 af þeim hafa fengið Rússneskan í gegnum sendiráðið í Tallinn.  Samkvæmt upplýsingum úr sendiráðinu, er Eistland í fararbroddi hvað fjölda "nýrra" Rússa varðar.

Að hluta til geta Eistlendingar sjálfum sér um kennt.  Þegar þeir endurheimtu frelsi sitt í rústum Sovétríkjanna, settu þeir ströng skilyrði hvað varðaði ríkisborgararétt og gerðu mörgum Rússum erfitt fyrir.  Það er að hluta til að koma í bakið á þeim nú.

Hitt er svo að þetta er vaxandi áhyggjuefni margra fyrrum Sovétlýðvelda, þannig mun svipað vera upp á teningnum í Ukraínu, sérstaklega á svæðinu í kringum Odessa.

Minnugir stríðsins í Georgía, þar sem Rússar sögðust m.a. annars vera að vernda "Rússneska ríkisborgara" er ekki nema eðlilegt að að áhyggjurnar séu til staðar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband