Varhugavert fordæmi

Þó að margir þeir sem hafa lagt fé sitt i peningamarkaðsjóði undanfarið og tapað á því drjúgum fjárhæðum eigi samúð skilið, er það fordæmi sem gefið er með þessum gerningi afar varhugavert.

Það að taka eina tegund sjóða út og "styrkja" með myndalegum hætti með opinberu fé, verður að teljast vægast sagt umdeilanleg ákvörðun.

Vissulega hef ég heyrt vafasamar sögur af því að bankastarfsmenn hafi "selt" þessa sjóði með vafasömum hætti og fullyrðingum, en það ber samt sem áður á það að líta að fjárfestar bera sjálfir ábyrgð á sínum fjárfestingum, og það hefur varla þurft að leita langt til að fá það staðfest að sjóðir bera enga innistæðutryggingu, öfugt við t.d. sparisjóðsbækur.

Það eru svo margar gerðir sparnaðar, það eru svo margar leiðir til að tapa peningum og það er auðvitað langt frá lagi að það sé eingöngu á Íslandi sem fjárfestingarsjóðir eru að tapa peningum, það er að gerast um allan heim.

Það er eðlilegt að hið opinbera vilji gera sitt til að létta áföllin, en það bera að hafa í huga að þeir peningar sem eru notaðir til að greiða þetta koma frá skattgreiðendum, eftir því sem ég kemst næst.

Það greiða sem sé allir, þeir sem voru varkárir með sparifé sitt, þeir sem ekkert sparifé áttu að missa, þeir sem jafnvel höfðu tapað hærra hlutfalli á t.d. hlutabréfum eða sjóðum tengdum þeim og svo framvegis, allt vegna þess að hið opinbera telur að peningamarkaðsjóðir eigi að lúta öðrum lögmálum en aðrir sjóðir.

En fyrst og fremst sýnir þetta nauðsyn þess að auka fjármálafræðslu á Íslandi, það ætti að vera skyldufag bæði í seinni bekkjum grunnskóla og framhaldsskólum.


mbl.is 200 milljarðar fóru í sjóðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband