6.11.2008 | 18:25
Eru flokksmiðlar að snúa aftur?
Það er alltaf ástæða til að fagna nýjum fjölmiðlum. Sá rekstur er án efa erfiður nú, en nauðsynlegri sem aldrei fyrr. Því vona ég að þessi nýji fjölmiðill gangi vel.
Það hlýtur að vekja athygli að miðiðill er styrktur af stjórnmálaflokki, slíkt fyrirkomulag hefur ekki verið til staðar um nokkr hríð á Íslandi, en vissulega hefur mátt sjá þess mörg merki að Íslenskt þjóðfélag stefndi "afturábak".
Ef til vill er það tímanna tákn, að nú séu það stjórnmálaflokkur sem styðji fjölmiðla, en ekki fjölmiðlar sem styðji stjórnmálaflokk, eins og hefur gjarna verið í umræðunni undanfarin ár.
Ég vil taka það fram að ég hef ekkert á móti þessu fyrirkomulagi, þegar það er sett hreint fram og án alls feluleiks er jafn sjálfsagt að stjórnmálaflokkar komi að rekstri fjölmiðla sem aðrir.
Smuga á leiðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Fjölmiðlar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:19 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.