Til síðustu sekúndu, hinsta bensíndropa

Það var taugatrekkjandi að horfa á endir Brasilíska kappakstursins.  Framan af kepninni, ef frá eru skildir nokkrir fyrstu hringirnir, þá leit út fyrir að Hamilton yrði heimsmeistari.

Svo fór að rigna undir lokin, og þegar örfáir hringir voru eftir og aftur fór að rigna leit út fyrir að Massa myndi hafa það.  Þegar tvær beygjur voru eftir var ég farinn að fagna enn einum titlinum til Ferrari ökumanns. 

En í síðustu beygjunni.....

Þá gaf Glock eftir og Vettel og Hamilton brunuðu fram hjá honum og titillinn varð Hamiltons.

Púff.  Síðustu metrarnir, síðustu sekúndurnar og allt breyttist.  Líklega. mun ég aldrei aftur kaupa mér Toyotu :-)  (Kannski þó ef um væri að ræða að ég gæti keypt hana af Valda Vals)

En þetta keppnistímabíl er liðið, það verður að óska McLaren og Hamilton aðdáendum til hamingju.  Besti "pakkinn" vann.  Það gerir hann alltaf.

Það er skondið til þess að hugsa að þetta er annað tímabilið í röð þar sem titillinn fellur í síðasta móti, á einu stigi.  Annað árið til Ferrari, en það er ef til vill of mikið til ætlast að það geri það tvö ár í röð.

En það þarf að bretta upp ermarnar, við höfum tvo af bestu ökumönnunum, en það er ekki nóg.  Áreiðanleikinn var ekki nægur og í bílskúrnum voru gerð dýrkeypt mistök.  Þetta þarf að laga fyrir næsta ár.  Þó að einn titill hafi náðst í ár, er það ekki nóg, á næsta ári þarf að fjölga titlunum upp í tvo.

Nú er góðu Formúluári lokið, þá er að horfa til þess næsta.

 

 


mbl.is Hamilton heimsmeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband