2.11.2008 | 13:08
Frjálshyggjuríkið Ísland
Það hefur mikið verið rætt um "frjálshyggju" sem beðið hafi skipbrot á Íslandi. Enginn sem ég hef séð hefur útskýrt mikið hvað er átt við með því.
En þessi frétt á Vísi segir ef til vill meira en margt annað um "frjálshyggjuna" sem hefur ætt áfram á Íslandi.
Þar segir m.a.:
Er nú svo komið að Ísland er komið á topp tíu listann yfir þau ríki sem þyngsta skattbyrði leggja á þegna sína.
Stjórnmálamenn á Alþingi eru nú farnir að tala um að skattahækkanir séu óhjákvæmilegar. Tölur sem OECD birti fyrir hálfum mánuði sýna hins vegar að landsmenn hafa allt frá árinu 1995 mátt þola verulega þyngingu skattbyrði, úr rétt liðlega þrjátíu prósentum af vergri landsframleiðslu og vel yfir fjörutíu prósent. Bráðabirgðatölur fyrir síðasta ár sýna að skatthlutfallið var þá komið í 41,4 prósent.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.