Skipun "hvítbókarnefndar"

Nú hefur mikið verið rætt um skipun rannsóknarnefndar til að rannsaka "Íslenska efnahagsundrið" og þátttakendur þar.

Ég vil gera eftirfarandi að tillögu minni um skipun nefndarinnar.

Íslendingar biðji Norðmenn, Svía, Finna, Dani og Færeyinga að skipa hvern um sig einn nefndarmann.  Síðan skipi allir stjórnmálaflokkar sem sitja á Alþingi einn fulltrúa sem starfi með nefndinni sem eftirlitsmenn, en ekki eiginlegir nefndarmenn.  Umboðsmaður Alþingis starfi einnig með nefndinni.

Þannig ættu Íslendingar að geta fengið faglega og góða nefnd.  Eftirlitsaðilar stjórnmálaflokkanna ættu að duga til að vantraust komi ekki upp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband