29.10.2008 | 18:06
Sá áttundi eða sá þriðji
Undanfarið hefur víða mátt lesa á netinu góðlátlegt grín þess efnis að það Íslendingar séu staddir um miðbik áttunda áratugarins, minnst á popplög, verðbólgu, forsætisráðherra og svo framvegis.
En nú er kreppa, sú hagfræðilausn er rædd manna á milli að best sé að prenta peninga og svo rekst ég á meðfylgjandi mynd á netinu.
Allt í einu er það líkara því að Íslendingar hafi færst aftur til þriðja áratugarins heldur en þess áttunda.
Mér þykir það ekki fyndið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.