Já ráðherra....

... þetta er skref í rétta átt og til eftirbreytni.

Ég er alveg sammála Ingibjörgu í þessu máli, enda bloggaði ég á svipuðum nótum fyrir nokkru.  Fella niður loftrýmieftirlit um óákveðin tíma og alls ekki að hleypa vopnuðum Bretum nálægt landinu.

Nú þurfa að koma fram alvöru og skilyrtar sparnaðartillögur.

Það er til dæmis tilvalið að loka sendiráðum og fækka starfsfólki.  Ég hugsa að það væri ekki óraunhæft að fækka sendiráðum um einn þriðja.

Utanríkisráðuneytið hefur vaxið hröðum skrefum undanfarin ár, nú þarf að draga saman.

Síðan þurfa önnur ráðuneyti að vinna í sínum málum og tilkynna skilyrtar og ákveðnar sparnaðaraðgerðir hið fyrsta.

Það er ljóst að Íslenska þjóðin þarf að herða ólina, það er hvergi betra eða rökréttara en að byrja hjá hinu opinbera.


mbl.is Horfið frá beiðni um loftrýmiseftirlit?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þurfum við sendiráð ?

 ein að þessum fínu þotum gæti komiðí stað flestra sendiráða og senda nokkra flugliða á dipplómata námskeið jafn vel mætti hafa ráðuneitið í þotunni

baddibæk (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 20:25

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Held að við þurfum á sendiráðum að halda.  Það er til dæmis óráðlegt að skera verulega niður hjá sendiráðum Íslands á Norðurlöndunum.  Við þurfum líka sendiráð í Bandaríkjunum og í Bretlandi (hvort sem okkur líkar betur eða verr).  Síðan er nauðsynlegt að hafa starfsemi í New York vegna SÞ og í Brussel vegna "Sambandsins" og NATO. 

Annað er vissulega meiri spurning, nú þegar kreppir að.

G. Tómas Gunnarsson, 30.10.2008 kl. 02:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband