6. mest lesna fréttin á vefsíðu Globe and Mail

Ísland er venjulega ekki fyrirferðarmikið í Kanadískum fjölmiðlum.  Vissulega hefur þó mikið verið fjallað um Ísland undanfarnar vikur, oftast umfjöllun sem Íslendingar hefðu getað verið án.

En í dag er 9. mest lesna fréttin (þegar þetta er skrifað) á vef Globe and Mail um Íslendinga og hvernig þeir takast á við þá staðreynd að hafa verið stimplaðir hryðjuverkamenn af Gordon Brown og Bretum.

Fréttin (sem er að hluta til eða öll komin frá Reuters) segir frá framtaki Þorkels Þorkelssonar ljósmyndara, þegar hann myndaði "Íslenska hryðjuverkamenn".

Þetta framtak virðist hafa gefið ákaflega góða raun, vekur athygli á þeim órétti sem Íslendingar voru beittir af Bretum og umfjöllunin kemur frá Íslenskum sjónarhól, sem því miður hefur vantað nokkuð upp á.

Ákaflega lofsvert framtak hjá Þorkatli.  Það er spurning hvort að hann ætli ekki að setja upp vef þannig að umheiminum gefist tækifæri til þess að berja "hryðjuverkamennina" augum.

Íslendingar þurfa að nota öll tækifæri til að koma sínum málstað á framfæri.

P.S.  Þegar ég bæti þessu við, þegar klukkan er rétt ríflega 2. hér í Toronto (ríflega 6. á Íslandi) hefur greinin færst upp í 6. sæti.  Það þýðir að hún er lesin (og langt í frá bara af Íslendingum) og boðskapurinn kemst til skila.

Ég breytti því fyrirsögninni, úr 9 í 6.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Þór Gunnarsson

Þetta er frábært framtak hjá Þorkatli og ekkert nema gott um það að segja að einhver hafi áhuga á að heyra okkar sjónarmið.

Gunnar Þór Gunnarsson, 23.10.2008 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband