Glöggasta gestsaugað

Ég sá á Eyjunni að vitnað var í viðtal við forsetafrú Íslendinga, sem er víst birt í Morgunblaðinu.

Þar segir m.a:

Og forsetafrúin gagnrýnir efnishyggju Íslendinga: „Þjóðfélagið er orðið mun peningadrifnara og fólk er ekki eins meðvitað um arfleifð sína – það var svo ánægt með landið og stolt af sögu þjóðarinnar en gildin urðu óljósari og viku sumpart fyrir efnishyggjunni. Kannski er það augljósara þeim sem horfir gestsaugum á samfélagið.

Mig setti eiginlega hljóðan en hló við og velti því fyrir mér hvort að hún hefði sagt Ólafi frá þessarri niðurstöðu sinni.  Eða hvort hann væri úrtakið sem þessi glöggskyggna niðurstaða byggir á?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ha, ha, það skyldi þó ekki vera.

Dorrit demantadrottning er sjálf sannkallaður demantur. Það sýnir sig best núna.

Greta Björg Úlfsdóttir, 19.10.2008 kl. 17:23

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Mér finnst Dorrit skemmtileg, en lifir hún ekki af því að selja þessu þotuliði skartgripi og það ekki af ódýrari sortinni?

Er hún ekki einnig eigandi stórra fasteigna í Lundúnum, sem hún leigir þotuliðinu?

Mér finnst gaman að hún - og þá vonandi Ólafur líka - eru farin að tala eins og alvöru vinstra fólk úr VG!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.10.2008 kl. 21:02

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Dorrit er að sögn mjög klár bisnesskona - ekki verra að hafa slíka forsetafrú.

Enda er það örugglega ekki fyrir einhverja aukvisa í bisness að höndla með demanta.

Greta Björg Úlfsdóttir, 19.10.2008 kl. 21:14

4 Smámynd: Stefanía

Hún er....held ég....ekki öll þar sem hún er séð.

Stefanía, 20.10.2008 kl. 02:00

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mér kemur hún hins vegar fyrir sjónir sem mjög einlæg og hjartahlý kona, ekki hvað síst þessa dagana. Bendi á kvöldfréttir Stöðvar 2, þar sem hún talar um Ísland í viðtali við sjónvarpsstöð í Ísrael, þar talar hún máli Íslands á frábæran hátt.

Og mér fannst þess utan virkilega gaman að heyra hana tala hebreskuna!

Greta Björg Úlfsdóttir, 20.10.2008 kl. 03:37

6 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Getur ekki verið að efnhagur hennar byggist á ráðdeild og sparnaði, nokkuð sem við íslendingar getum ekki státað okkur af.

Er það einhver ljóður á ráði hennar að selja þeim sem eiga peninga.Snýst ekki bissnes um það.   Nei ég segi bara svona.

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 20.10.2008 kl. 08:14

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Tja, Ari, ráðdeils og sparnaði...má vera, alla vega útsjónasemi.

Sumir vilja kalla karl föður hennar glæpamann, saka hann um að hafa stolið fornminjum í Ísrael eftir seinna stríð og komið þeim í verð í Bretlandi og að á því byggist auður hans. - En það er hann, en ekki dóttir hans.

Wikipedia: Shlomo Moussaieff.

Greta Björg Úlfsdóttir, 20.10.2008 kl. 11:46

8 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Sem sagt, ráðdeild, þá.

Ólafur Þórðarson, 20.10.2008 kl. 14:41

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Yes. Það er víst það sama og útsjónasemi, við nánari umhugsun.

Greta Björg Úlfsdóttir, 20.10.2008 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband