17.10.2008 | 22:19
Aðalsamstarf Íslendinga og Breta er gegnum Evrópusambandið/EFTA
Samskipti Breta og Íslendinga hafa verið með kaldasta mót undanfarna daga, það er óþarfi að rekja það nánar, það er þekkt.
Íslendingar hafa farið heldur halloka í þessum viðskiptum og ef til vill ekki síður í fjölmiðlastríðinu sem hefur geysað samhliða. Það er því afar mikilvægt að Íslenskar raddir heyrist í fjölmiðlum og reynt sé að útskýra og koma okkar hlið að.
Einn þeirra sem hefur staðið sig vel hvað þetta varðar er Eiríkur Bergmann og skrifaði ég stutt blogg þar sem ég lyfti hatti mínum fyrir honum. Ég er ennþá þeirrar skoðunar að Eiríkur hafi staðið sig vel og viðtökurnar sem greinar hans hafa vakið eru af hinu góða, þó að þau séu eins og reikna mátti með misjöfn. Það mikilvægasta er að koma á framfæri hinum Íslenska málstað, útskýra og sýna að Íslenska þjóðin er ekki brotin þó að hún hafi vissulega orðið fyrir stórum áföllum.
Í dag var Eiríkur í stuttu spjalli við Fréttablaðið og ræddi um greinar sínar og viðbrögð við þeim. Þar segir hann m.a.:
"Ég, eins og aðrir Íslendingar, er í áfalli yfir vegna þeirra atburða sem riðið hafa yfir og ekki síður skorti á viðbrögðum íslenskra stjórnvalda við því að bandalagsþjóð okkar í Nató noti á okkur hryðjuverkalöggjöf. Og síðan með ummælum, sem eru að mínu viti glæpsamleg, hafið áhlaup á Kaupþing, langstærsta fyrirtæki landsins, sem í kjölfarið riðar til falls," segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur.
Ég er að mestu leyti sammála því sem kemur fram hjá Eiríki í fréttinni, en furða mig á því að hann skuli ekki nefna þann samstarfsvettfang Breta og Íslands sem er fyrirferðarmestur dags daglega og skiptir hvað mestu máli í viðskiptalegu og fjármálalegu tilliti. Þar er ég að tala um Evrópska efnahagssvæðið (EES/EEA). Það að eitt af forysturíkjum Evrópusambandsins noti með þessum hætti hryðjuverkalöggjöf gegn aðildarríki EES/EEA, hlýtur sömuleiðis að vekja undrun, furðu og fordæmingu. Sambandið virðist sömuleiðis leggja blessun sína yfir þessa valdbeitingu Bretanna og ekkert hefur komið frá sambandinu þess eðlis að því finnist það óeðlilegt að eitt aðildarríki EES/EEA beiti hryðuverkalöggjöf gegn öðru aðildarríki. Réttlætið sem gildir innan EES/EEA virðist vera réttlæti hins sterka, ef tekið er mið að þeirri ályktun sem kom frá "Sambandinu".
Þessi áhersla á aðild Íslendinga og Breta að NATO kom mér nokkuð á óvart, því fyrirfram hefði ég reiknað með því að forstöðumaður Evrópufræðaseturs, liti svo á að EES/EEA væri jafn mikilvægur eða mikilvægari hvað varðari vináttu og viðskipti Íslendinga og Breta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
EES samningurinn hefur enga pólitíska þýðingu. Flest fólk í Evrópu hefur ekki hugmynd að þessi samningur er til, heldur að Noregur og Sviss hafi bara einhver náinn viðskiptasamning við ESB. Með því að halda okkur fyrir utan ESB svona lengi þá erum við bara að færast lengra og lengra út af sjónarhorni Evrópu. Sú ímynd sem að íslendingar telja að þeir hafi í Evrópu og heiminum er algjörlega röng að mínu mati, við viljum telja okkur trú um að allir telji okkur norðurlandaþjóð með gott og öflugt mennta og félagslegt kerfi, með mikið af hreinni orku, fallegu kvenfólki og sterkum mönnnum. En ímynd okkar er nú bara orðinn sú að fólk telur okkur vera einhverskonar skattaskjóls bankaeyju á við Cayman og Jersey sem er nú að svíkja venjulegt fólk og ríkistjórnin neiti að borga.
Ef við hefðum verið í ESB hefði þessi mál litið allt öðruvísi út. Bretum hefði aldrei verið þolað að halda okkur í þessari fáránlegu fjárhagskví, og þeir hefðu sjálfir þurft að greiða fyrir þessa reikninga. Allar árásir þeirra á okkur hefðu vakið meiri athygli og okkar hlið á málinu hefði komið mun skýrar fram meðal annars á evrópuþinginu og í Brussels.
Ef við hefðum haft evru þá væru bankarnir svo ennþá á lífi.
Jón Gunnar Bjarkan, 18.10.2008 kl. 01:06
Auðvitað er hægt að ræða þetta á EF grundvellinum, en ég tel að það hefði ekki breytt neinu þó að Íslendingar hefðu verið í ESB, Flash Gordon hefði samt sem áður gripið til sömu ráða. Það hefði að vísu vakið meiri athygli.
ESB er bandalag þar sem hinar stóru þjóðir ráða, líklega verður það að teljast eðlilegt. Það sést vel á ályktuninni, þar sem lýst var "stuðningi" við Ísland, og hvernig hún breyttis frá því að Danir og Svíar reyndu að koma Íslandi að þar.
Ef Íslendingar hefðu tekið upp euro, þá hefði margt verið öðruvísi, þar á meðal þennslan líklega miklu meiri. En það er stórt vafamál að Íslensku bankarnir væru enn á lífi, enda eru þeir langt í frá einu bankarnir sem hafa gefið upp öndina. Eldri, stærri og frægari bankar en þeir hafa gefið upp öndina, þar á meðal bankar sem hafa starfað á eurosvæðinu.
G. Tómas Gunnarsson, 19.10.2008 kl. 03:02
Ef við hefðum verið í ESB og þeir hefðu verið svo vitlausir að setja þessi fáránlegu anti terrorista lög á okkur þá hefði þurft eitt símtal frá Geir til Barroso til að afturkalla það mál. Auk þess hefðu Bretar sjálfir þurft að greiða Icesave reikninginn ef við hefðum verið í ESB.
Bankar sem hafa verið að riðla til falls á Evrusvæðinu er örfáir af þeim mörg hundrum banka þar úti, og jafnan vegna þess að þeir hafa ekki lengur nógu hátt eiginfjárhlutfall, hafa þurft að afskrifa mikið vegna undirmálslána í Bandaríkjunum og standast ekki lengur álagspróf eftirlitsaðila. Innri starfsemi Íslenskra var mjög góð, voru meira að segja að skila hagnaði á þessu ári þótt ótrúlegt megi virðast, svo eru þeir bara einn daginn komnir í þrot því það er enginn gjaldeyrir til.
Jón Gunnar Bjarkan, 19.10.2008 kl. 03:59
IceSave hefði ekki verið á ábyrgð Breta, þar sem þeir reikningar voru "chartered" frá Íslandi, jafnvel þó að Ísland hefði verið í "Sambandinu".
In the European Union the Deposit Guarantee Schemes Directive (DGD) (94/19/EC) provides the basic framework for the structure of how deposit insurance guarantees will be provided. The DGD endorsed a decentralized approach to deposit insurance, despite the fact that depository institutions are authorized to operate within any of the member countries. The design
leaves the responsibility of providing coverage to depositors and the particulars of the scheme adopted at all branches domestically and foreign to the member home countries where a bank is chartered. The DGD specifies the basic features that an acceptable deposit insurance should have. Most specifically, the system should provide deposit insurance coverage of 20 thousand Euros, should exclude coverage of inter-bank deposits, and may exclude other liabilities at the discretion of the national government. Co-insurance of liabilities is permitted but not required.
Coverage of depositors in branches in countries other than the home country is the responsibilityof the home country, but these can also be covered by the host country at its option.
Sjá hér
Þú meinar að lögmálið í EU sé á þann veg að það séu ekki allir jafnir fyrir lögunum? Ein lög gildi fyrir meðlimi EU og svo önnur t.d. fyrir þá sem tengjast EEA . Það þykir mér ekki meðmæli með "Sambandin", ef réttlætiskenndin og virðingin fyrir lögunum er ekki meiri.
Þeir eru þó nokkrir bankarnir sem hafa riðað til falls í Evrópu, og þar fór fyrsti bankinn í þessari krísu. Það voru ekki Bandarísk undirmálslán sem voru stærstu bitarnir fyrir HYPO eða Fortis.
Kaupþing stóð lang best af Íslensku bönkunum, og þurfti ekki fara í þrot, heldur sáu "vinir" okkar um það. Glitnir stóð langt frá því vel, var enda með lang lægst hlutfallið af innlánum. Það er hægt að skila hagnaði, án þess að geta staðið í skilum.
G. Tómas Gunnarsson, 19.10.2008 kl. 05:09
Takk fyrir útvega tengil á síðuna.
Þetta er valid punktur hjá þér en kannski ekki alveg svo einfalt. Því ef þú ferð í töflurnar neðst í skjalinu þá sérðu að þar er þessu háttað mismunandi eftir hverju landi fyrir sig. Allar Norðurlandaþjóðirnar í ESB, Danmörk, Finnland og Svíþjóð ábyrgjast einungis erlendar innistæður ef þær voru gerðar í heimalandinu. Væntanlega vegna þess að þá hafa löndin eftirlitið með þessum innistæðum í sínum höndum sem var ekki tilfellið með erlenda starfsemi okkar banka. Eins og viðskiptaráðherra lýsti, bankarnir þurftu aðeins að tilkynna fjármálaeftirlitinu að þeir væru að stofna til þessara reikninga en íslenska fjármálaeftirlitið hefur ekki leyfi til að stunda fjármálaeftirlit í Bretlandi né banna þeim að stofna til reikninganna.
Jón Gunnar Bjarkan, 19.10.2008 kl. 18:20
Það er rétt hjá þér að löndin eru með mismunandi reglur, en það breytir því ekki að það er ekki munur á hvort að Íslendingar eru í EU eða EEA. Ég sé hvergi að gerð sé greinarmunur þar á, nema ef til vill mætti túlka það svo hjá Spáni.
En hvernig myndir þú túlka það sem stendur í töflu 3. hjá Bretlandi:Yes, all deposits in EUROs or EEA currencies
En ég er ekki lögfræðimenntaður og þetta eru ekki lögin sjálf sem þarna eru, þannig að málið er sjálfsagt flóknara en svo.
En ég sé þess hvergi merki að Íslendingar væru stikkfrí gagnvart IceSave, ef þjóðin hefði verið í EU.
G. Tómas Gunnarsson, 19.10.2008 kl. 19:43
Ég myndi túlka þetta í töflu þrjú sem að Bretar tryggja erlendar innistæður innan ESB og EES landanna. Það er að segja ef íslendingar hefðu lagt innistæður í breskt útibú hér heima á Íslandi, sá banki færi á hausinn þá myndi Breska ríkið tryggja þessar 20.000 evrur.
Jón Gunnar Bjarkan, 20.10.2008 kl. 04:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.