Að kjósa ekki sparar opinbert fé

Eins og margir eflaust vita er nýlokið kosningum hér í Kanada.  Breytingar urðu ekki stórvægilegar, Íhaldsflokkurinn sem setið hefur í minnihlutastjórn jók þingmannafjölda (fékk í raun færri atkvæði en síðast), en er ennþá í minnihlutastjórn.

Aðrir flokkar töpuðu sömuleiðis atkvæðum, en enginn beið afhroð í þingmannafjölda nema Frjálslyndi flokkurinn, sem tapaði stórt, en hann fékk um 850.000 færri atkvæði en í síðustu kosningum.  Nýi lýðræðisflokkurinn tapaði einnig atkvæðum, en jók þingmannafjölda sinn og það sama má segja um Quebec blokkina, þ.e. hann tapaði atkvæðum en þingmannafjöldinn breyttis lítið.  Eini flokkurinn sem jók atkvæðafjölda sinn var Græni flokkurinn, en hann kom ekki manni að.

Ástæða þess að því sem næst allir flokkar fengu færri atkæði er sú að kosningaþátttaka dróst saman og hefur aldrei verið lægri.  Eitthvað um 56% prósent atkvæðabærra mætti á kjörstað.  44% eða þar um bil sáu ekki ástæðu til þess.

Eðlilegt er að hafa áhyggjur af því að hve kjörsókn er orðin lítil, en jákvæði punkturinn er líklega að léleg kjörsókn minnkar ríkisútgjöld.

Hið opinbera greiðir stjórnmálaflokkunum framlög eftir atkvæðafjölda, rétt tæpa 2. dollara á atkvæði (það er talað um u.þ.b. CAD 1.95).

Þau 44% sem heima sitja hafa því sparað skattgreiðendum umtalsvert fé, sem vonandi (og næsta örugglega :-) verður notað til uppbyggilegra mála

En þetta fyrirkomulag gerir tap Frjálslynda flokksins þeim enn þungbærara, flokkurinn fær u.þ.b einni og hálfri milljón dollara minna en eftir síðustu kosningar og útlit er fyrir að flokkurinn fari sömuleiðis í kostnaðarsama baráttu til að skipta um formann.

Þannig tapaði Frjálslyndi flokkurinn í fleiri en einum skilningi, því ríkisrekin stjórnmál gerir atkvæðin enn verðmætari.

Grein Globe and Mail um þetta má finna hér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband