14.10.2008 | 05:06
Lífþing
Það hljómar ágætlega í mín eyru að lífeyrissjóðir reki banka. Hreint ekki galið. En ég geld þó allan vara við því að það sé verið að véla um kaup á banka í miðjum rykmekkinum og enginn annar fái að gera tilboð.
Lífeyrissjóðir og einhverjir fjárfestar sem þeir handvelja með sér fái að kaupa þann banka sem talinn var best staddur af þeim þremur sem ríkið leysti til sín.
Hvernig ber að skilja setninguna: "Þeir eiga gríðarlega mikið undir í Kaupþingi, en voru þarna að segja frá frumhugmyndum um þetta."
Eiga þeir eitthvað mikið undir Kaupþingi? Eru lífeyrissjóðirnir rétt eins og allir aðrir fyrrum hluthafar Kaupþings búnir að tapa sínu hlutafé? Það hefði ég haldið. Ef til þess kæmi að þeir kaupi reksturinn eiga þeir ekki inni neinn afslátt sem fyrrum hluthafar.
Ríkisstjórnin þarf að ákveða hvaða ferli hún ætlar að setja þá í. Það dugar ekki að ákveða þetta á hlaupum, og viðskiptaráðherra sé svo að sitja fundi með hverjum þeim sem sýnir áhuga á því að kaupa þetta eða hitt úr eignasafni ríkisins.
Það þarf að vera til áætlun og almenningur á heimtingu á því að slík áætlun sé kynnt, áður en ráðist er í að selja eitt eða annað.
Stefnt að niðurstöðu lífeyrissjóða á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.