The Day That Music ...

Ég get fúslega viðurkennt að ég hef alltaf litið á sjálfan mig sem "menningarlegan barbara par exelance". 

Ég get heldur ekki ekki varist þeirri hugsun að fyrst sú staðreynd að Sinfóníuhljómsveit Íslands þarf að fresta tónleikaferð til Japans, veldur Íslendingum verulegu hugarangri og er "fyrsta frétt" á mbl.is, þá sé ástandið ekki svo slæmt.

Líklega standa bankarnir eftir allt saman ágætlega, hlutabréf eigenda þeirra eru að stækka í verði, peningasjóðir eru á uppleið og gjaldeyrisviðskipti þjóðarinnar ganga eins og í sögu.

Bara ef Sinfóníuhljómsveitin kæmist nú til Japan væri þungu fargi af þjóðinni létt.

Og auðvitað er þetta orðspori Íslands að kenna.  Af því að bankarnir hrundu fyrir 10 dögum síðan hefur engin keypt miða á tónleikanna sem líklega fóru í sölu fyrir mörgum vikum síðan. 

Í fréttinni kemur fram að Japanir treysti ekki hljómsveitinni fjárhagslega, en þeir borgi þó allan kostnað.  Áttu þeir von á því að hljómsveitarmenn stælu í verslunum, eða létu söfnunarbauka ganga um tónlistarsalina?

Líklega sáu Japanir einfaldlega góða leið til að losna við leiðinlega skuldbindingu.  Líklega höfðu sárafáir Japanir áhuga á því að hlusta á hljómsveitina, og lái þeim hver sem vill.


mbl.is Vilja ekki íslensku sinfóníuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá.

Talandi um að sparka í liggjandi fólk.

Varstu á námskeiði hjá Gordon Brown kannski?

Vælan (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 19:30

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þó ég hafi ekki gaman af Sinfóníuhljómsveit Íslands, myndi ég ekki beita á hana hryðjuverkalögum þó að þau væru í mínu valdi.  Ég læt mér nægja að sniðganga hana (hef þó þurft eins og aðrir Íslendingar að standa straum af rekstri hennar í gegnum árin).

Ég get bara ómögulega séð að það sé svo gríðarlegur "bömmer" þau að hætt hafi verið við tónleikaferð Sinfóníunar til Japan.  Þetta er sett upp sem fyrsta frétt á mbl.is, eins og um sé að ræða einhverja gríðarlega dramatík.

Eflaust myndu aðrir segja að framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar sparkaði í liggjandi fólk, og sýndi ekki af sér smekkvísi þegar hann lætur hafa eftir sér:  "„En síðan held ég að aðalástæðan hafi nú verið sú að orðspor landsins er orðið svo lélegt, eftir að bönkunum var slátrað."

En smekkur manna og orðaval er vissulega misjafnt og "kúltúrinn" ristir mismunandi djúpt hjá einstaklingum.  Hvað mig varðar vísa ég í upphafssetningu þessa bloggs.

G. Tómas Gunnarsson, 14.10.2008 kl. 20:51

3 identicon

Sammála "Vælan" !

Alveg óþarfi að koma með eitthvað skítablogg um þetta. Þetta er einfaldlega vinna fólksins og eitthvað sem hefur verið planað í 2 ár. Kanski þú ættir að fara til Japan bara;)

Var þetta fyrsta frétt? Eða bara nýjasta fréttin sem vildi til að vera framarlega á síðunni þegar þú skoðaðir hana?

Það að sinfó hafi ekki farið er ekkert voða mál fyrir alla nema hljómsveitameðlimi og fjölskyldur þeirra. EN það er orðspor sem komið er á íslendinga sem er ömurlegt

Sólve (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 16:38

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Auðvitað er þetta vinna fólksins, en það breytir hreinlega engu.  Áætlanir, vonir og plön milljóna manna hafa breyst vegna þeirrar kreppu sem gengur yfir heiminn.  Þúsundi hafa misst vinnuna og þá er ég bara að tala um Ísland.

En þetta var "fyrsta" frétt mbl.is.  Stóð þar efst á síðunni, og þar er ekki raðað eftir "aldri" fréttanna.

Mér finnst skína í gegnum fréttina að það var einfaldlega ekki selt nóg af miðum, Japanir höfðu ekki meiri áhuga á hljómsveitinni en það.  Miðar á tónleika sem þess eru öllu jöfnu ekki að seljast nokkrum dögum fyrir tónleika, þannig að halda því fram að "slátrun" bankanna (sem mörgum, sérstaklega þeim sem hafa ef til visst vinnu í banka, þykir líklega ekki mjög smekklegt orðalag hjá framkvæmdastjórar hljómsveitarinnar) hafi ráðið úrslitum þykir mér frekar ólíklegt.

Orðspor Íslendinga er alls ekki eins slæmt og margir vilja vera láta og fjölmiðlar vilja fjalla svo mikið um.  Auðvitað er ekki gott hvernig fór með Íslensku bankanna, en sem betur fer er flest fólk það skynsamt að það gerir greinarmun á Íslenskum fjárfestum og bankamönnum og Íslensku þjóðinni.

Rétt eins og flest skynsamt fólk setur ekki samasem merki á milli t.d. Britney Spears og Bandaríkjamanna, eða Nick Leeson og Breta.

G. Tómas Gunnarsson, 16.10.2008 kl. 03:55

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Bæti hér við frétt af Vísi.  Hér er kominn annar, skemmtilegri og raunsærri tónn í tilkynningu sveitarinnar, það er vel.

Orðspor Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur ekki beðið hnekki og hún hefur ekki borið fjárhagslegan skaða af því að ákveðið var að fresta tónleikaferð til Japans sem átti að fara síðar í þessum mánuði.

Fram kemur í tilkynningu sveitarinnar að eftir atburði síðustu vikna hafi farið að bera á efasemdum í báðum löndum um tímasetningu ferðar Sinfóníuhljómsveitarinnar til Japans. Þegar hin alþjóðlega fjármalákreppa hafi tekið að dýpka í Japan og óvissa ríkti um framhald erfiðleikanna hérlendis hafi áhyggjur vegna tímasetningarinnar að vaxa. Því hafi það verið niðurstaðan að fresta ferðinni enda hefðu báðir aðilar lagt mikinn metnað í að gera ferð þessa sem glæsilegasta. Vonir standa til að af ferðinni geti orðið síðar.

Sinfóníuhljómsveitin minnir enn fremur á að hún býður þjóðinni á tónleika föstudaginn 17. október kl. 19:30 og laugardaginn 18. október kl. 17 svo lengi sem húsrúm leyfir. Þar verða leiknar sinfóníur Síbelíusar.

G. Tómas Gunnarsson, 16.10.2008 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband