13.10.2008 | 22:59
Allt í mínus vegna "safekeeping"
Ég er einn hinna mýmörgu Íslendinga sem töpuðu á því þegar bankarnir voru ríkisvæddir.
Allt hlutafé mitt í Kaupþing hefur nú verið afskrifað á vörslureikning mínum og stendur þar í 0. Reyndar er vörslureikningurinn minn í mínus.
Þetta er svo sem engin skelfing fyrir okkur hér að Bjórá. Eignin mín í Kaupþingi náði ekki 80 hlutum, þannig að afskriftin er ekki stór. Vörslureikningurinn minn var heldur ekki bólginn. Á honum var ekkert að finna nema þessi örfáu hlutabréf í Kaupþingi og enn færri bréf í Exista sem ég fékk í arð í fyrra eða eða árið á undan.
En nú stendur reikningur í mínus eins og áður sagði.
Kaupþingsbréfin standa í 0, Existabréfin í nokkrum hundraðköllum, en þóknun bankans setur reikninginn í mínus.
Og fyrir hvað er þóknunin?
Jú það kemur skýrt fram á reikningnum, það er v/safekeeping.
Gengi bréfa bankanna 0 krónur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkur: Spaugilegt | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.