Björn (Ingi) á Markaði

Ég var að enda við að horfa á nýja spjallþáttinn, Markaðinn á Stöð 2.  Þátturinn var að mörgu leyti ágætur, enda alltaf fróðlegt að heyra mismunandi sjónarhorn.

Það sem stóð upp úr í þættinum mínu mati var innlegg Gylfa Zoega.  Hann talaði af þekkingu, án upphrópana, skýrði málin og líklega sá eini í þættinum sem ekki blandaði pólítík í mál sitt.

En það er einmitt líklega helsti galli þáttarins.  Pólítíkin er þar yfir, undir og allt um kring.  Björn Ingi svissar á milli þess að vera þáttastjórnandi og Framsóknarmaður og virkar langt í frá traustvekjandi, enda man almenningur hann líklega betur sem aðstoðarmann Halldórs Ásgrímssonar og borgarfulltrúa heldur en sem blaðamann.  Sem borgarfulltrúi var hann einn helsti hvatamaður þess að útrásinni væri hleypt af stað hjá Orkuveitu Reykjavíkur.

Nú situr hann og "kryfur" málin og veltir upp hagsmunum þeirra "sem ekki tóku þátt í veislunni".  Trúverðugt? 

Ég held ekki.

En þetta er líklega eitt af vandamálum Íslendinga, samþáttun stjórnmála, viðskipta og fjölmiðla.  Þar er fátt sem skilur á milli.

Góður punktur sem kom út hjá mér hlátrinum var þegar Þorsteinn Pálsson sagði eitthvað á þessa leið við Björn Inga:  Og auðvitað er þetta líka bara ég og þú sem hafa eytt of miklu.  Björn Ingi svaraði "örugglega" og hélt áfram að ráðast á Seðlabankann.

En í stíl við tíðarandann ætti þátturinn auðvitað að heita "Björn á markaði".

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Svo er líka seðlabankastjóri sem var einu sinni forsætisráðherra og hann heldur samt áfram að tala eins og forsætisráðherra þótt hann sé seðlabankastjóri.

Þorvaldur Guðmundsson, 11.10.2008 kl. 15:37

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég hef ekki orðið var við að Davíð hafi skyggt á forsætisráðherra með orðum eða gerðum sínum.  Hitt má líklega til sanns vegar færa að Davíð hafi notað minna "Fedspeak" en almennt er reiknað með af seðlabankastjórum.

Ég held að það hafi verið góð ástæða til að tala "mannamál" á þeim tímapunkti.

G. Tómas Gunnarsson, 11.10.2008 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband