Bjarnargreiði

Það vekur eðlilega athygli þegar eina þjóðin utan Norðurlandana sem býðst til þess að lána Íslendingum umtalsvert fé, og í raun eina þjóðin sem virðist hafa einhvern áhuga á að lána Íslendingum það mikið fé að það komi að raunverulegu gagni, eru Rússar.

Það getur ekki talist óeðlilegt að því sé velt upp hvað Rússneska birninum  gangi til, hver sé tilgangur hans með því að opna fyrir þann möguleika að koma Íslendingum til hjálpar.

Auðvitað er það gamal kunnugt að stórveldi kaupi sér áhrif með lánveitingum til ríkja sem eru í erfiðleikum.  Ríkin verða beint eða óbeint háð lánveitandanum, styðja hann (eða í það minnsta tala ekki gegn honum) á alþjóðavettvangi.

Hitt er svo að undanfarið hefur áhugi líklega beinst meira að Íslandi en verið hefur síðan á dögum kalda stríðsins (sem sumir vilja meina að sé að lifna við).  Þar má nefna áhuga Rússneskra aðila á að koma að uppbyggingu og rekstri olíuhreinsunarstöðvar á Íslandi. 

Margir hafa ennfremur nefnt til sögunnar baráttu og samningaviðræður sem eigi eftir að koma til hvað varðar efnhagslögsögu yfir landsvæðum á og í kringum norðurpólinn, en þar gera Rússar kröfur til mikilla landsvæða.

Líklegt má telja að Rússum þyki það heldur ekki miður að geta rekið "fjárhagsfleyg" inn í NATO, og sýnt um leið að þeir séu þess megnugir að koma þjóðum til hjálpar, að þeir séu á leið með að verða fjárhagslegt stórveldi.  Kistur þeirra eru enda bólgnar af fjármunum vegna hins háa olíuverðs sem hefur verið undanfarin misseri.

En eins og enska máltækið segir "beggars can´t be choosers".  Það virðast ekki margar leiðir stand Íslendingum opnar um þessar mundir og ef Rússar samþykkja lánveitinguna, get ég ekki séð að Íslendingar geti leyft sér að hafna henni.  Ekki nema að skilyrðin séu algerlega óaðgengileg.

Það hefur mikið verið rætt og skrifað um þau "mistök" Davíðs Oddsonar að tilkynna að Rússar hefðu ákveðið að lána Íslendingum, tilkynningu sem hann þurfti síðan að draga til baka.

Það er hrein ágiskun af minni hálfu, en einhvern veginn læðist sá grunur að mér að ekki hafi verið um mistök að ræða.  Íslendingar hafi einfaldlega verið að skjóta föstu skoti að hinum hefðbundnu vinaþjóðum okkar.  Að Íslendingar væru komnir upp að vegg, að Rússar væru hinir einu sem létu glitta í lánsfé.  Að ef ekkert gerðist, yrðu Íslendingar að leita til þeirra, að Íslendingar yrðu að þiggja þennan bjarnargreiða.

 


mbl.is Hvað vilja Rússar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rússar hafa oft reynst okkur vel

Sigurður Þórðarson, 11.10.2008 kl. 10:14

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er alveg rétt að í gegnum söguna hafa viðskipti Íslendinga og Rússa/Sovétríkjanna reynst Íslendingum ágætlega.

Því má líka halda fram að "Rússsgrýlan" hafi ekki reynst okkur síður.

G. Tómas Gunnarsson, 11.10.2008 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband