Skuldir og innlán

Nú er ég búinn að horfa tvisvar á viðtal Sigmars Guðmundssonar við Davíð Oddsson í Kastljósinu.

Þar talar hann um að Íslendingar (eða Íslenska ríkisstjórnin) ætli ekki að taka ábyrgð á skuldum Íslensku bankanna.  Ég held að það hafi verið ágætt að tala tæpitungulaust um það.  Til lengri tíma litið held ég að það sé betra að kveða upp úr með það, frekar en að reyna að halda uppi þeirri blekkingu að Íslendingar ætluðu að gera það.  Það er betra að horfast í augu við það að Íslendingar ráða ekki við það.

Ég hef hins vegar alltaf litið svo á að mikill munur sé á skuldum og innlánum.  Leggi ég 1000 kall inn í bankann, skuldar bankinn mér ekki 1000 kall, heldur á ég 1000 kall í inneign hjá bankanum.

Þess vegna held ég að sú yfirlýsing um að Íslendingar ætluðu sér ekki að greiða lán bankanna, nái ekki yfir inneignir.  Þvert á móti lít ég svo á að lagabreyting sú sem Íslensk stjórnvöld stóðu að, þess efnis að inneignir væru forgangskröfur, hafi sýnt vilja Íslendinga til þess að vernda sparifjáreigendur, þá sem eiga inneignir, á kostnað þeirra sem höfðu lánað bönkunum.

Eftir því sem ég kemst næst, þá var t.d. ICEsave rekið samkvæmt Íslenskum lögum, og ætti því fyrrnefnd lagabreyting að ná yfir þá starfsemi.

Það er ofar mínum skilningi, hvernig menn sem eru fjármálaráðherra og forsætisráðherra Bretlands, virðast hafa ruglað þessu tvennu saman.  Það er að segja innlánum og skuldum. (Hér verð ég að taka fram að ég get ekki sagt um hvað þeim Darling og Árna Matt fór á milli).

Nema að Brown, hafi fyrst og fremst ætlað að verja hagsmuni einhverra annarra en sparifjáreigenda, t.d. einhverra Breskra fyrirtækja, sem kunna að hafa lánað Íslensku bönkunum fé.

P.S.  Kunningi minn sagði við mig í dag, að þótt að Íslenskir bankamenn standist ef til vill ekki erlendum kollegum sínum snúning og Íslenskir stjórnmálamenn þættu ekki merkilegir, þá væru þeir í alþjóðlegum samanburði hátíð á við Íslenska fjölmiðlamenn og álitsgjafa.  Ég held að það sé nokkuð til í því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

    Taktu vel eftir því hvar hann sagði að Amma hans hefði sagt honum.  Vitaskuld lýsir enginn Seðalbankastjóri neins lands að þjóð hanns ætli að reyna komast hjá að greiða skuldir landsis, og fara í kennitöluflakk.  Auðvitað á reyna standa í skilum, en ef það er ekki fært þá er lámakskrafa að fara í samninga um niðurfellingu skulda vegna vanmáttar.

haraldurhar, 11.10.2008 kl. 01:46

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Spurningin er auðvitað sú hvort að vilji er almennt til að setja samasem merki á milli skulda fyrirtækja og þjóðarinnar?  Held ekki.  Ekki frekar en þjóðir greiða upp skuldir einstaklinga sem þeir kunna að hafa stofnað til erlendis.

Íslensku bankarnir eru ekki þeir einu sem hafa verið að fara yfirum í þessu árferði.  Ég hef auðvitað ekki vitneskju um hvernig hefur almennt verið komið fram við lánveitendur þeirra, en ég veit að í mörgum tilfellum tapa þeir öllu sínu. 

Þess vegna var mikill ótti um "dominoáhrif" þegar Lehman bræður skullu í jörðina.  Sama var að ég held upp á teningnum þegar Wachovia fór í þrot.

Auðvitað má halda því fram að best hefði verið að láta allt heila dæmið fara í þrot. 

Skuldunautar Íslenskra banka hefðu ekki fengið meira út úr því, en aðrar afleiðingar hefðu orðið skelfilegar.  Það er ekki hægt að fullyrða hvað lánveitendur hefðu borið mikið úr býtum, en frysting og beiting "hryðjuverkalaga" hefur ekki aukið þeirra hlut. Það sem í raun má kalla gjaldþrot Kaupthings, sem síðan fylgdi í kjölfarið minnkaði síðan enn það sem lánadrottnar Íslenskra banka bera úr býtum.

Stundum gefst best að horfast í augu við það hvernig staðan er, en ekki búa til neinar skýjaborgir eða flytja inn i þær.

G. Tómas Gunnarsson, 11.10.2008 kl. 01:57

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Auðvitað erum við vanari að seðlabankastjórar tali "Fedspeak" eins og Alan Greenspan kallaði það.

Stundum á það hreinlega ekki við.

G. Tómas Gunnarsson, 11.10.2008 kl. 01:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband